is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16361

Titill: 
  • Fjölmiðlar og lýðræðið. Ritstjórnarlegar áherslur RÚV í aðdraganda kosninga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hugmyndin um fjölmiðla sem svokallað fjórða vald í lýðræðisríkjum er ekki ný af nálinni. Hana má rekja allt aftur til 19. aldar og er ætlað að ná utan um það hlutverk fjölmiðla að veita stjórnvöldum og öðrum ríkjandi öflum virkt aðhald. Þetta hefur löngum verið talið eitthvert mikilsverðasta hlutverk fjölmiðla (Friðrik Guðmundsson 2006, 23). Í þessari ritgerð verður sjónum beint að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga
    og þá sérstaklega að ritstjórnarlegum áherslum RÚV í aðdraganda kosninga vorið 2013. Markmiðið er að skoða hvernig RÚV hagar fréttaflutningi og umfjöllun fyrir kosningar þegar hlutverk fjölmiðla er sérstaklega mikilvægt og vandmeðfarið.
    Í fyrsta hluta verður rætt um hlutverk fjölmiðla í lýðræðisríkjum og þær reglur sem um þá gilda, í öðrum hluta verður rætt um athugasemdir eftirlitsnefndar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, með tilliti til kosningaumfjöllunar, hlutverk og starfsemi fjölmiðlanefndar sem og niðurstöður nefndar á vegum menntamálaráðherra um aðgengi stjórnmálahreyfinga að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga. Í þriðja hluta verða starfsreglur RÚV í aðdraganda kosninga og fréttaflutningur stofnunarinnar í aðdraganda Alþingiskosninga vorið 2013 skoðuð.

Samþykkt: 
  • 3.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16361


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Björg Björnsdóttir-LOKAEINTAK.pdf2.97 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna