is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16364

Titill: 
  • Sérfróð vitni í sakamálum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sakamál eru gríðarlega stór málaflokkur og geta málin því verið jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Sum mál geta kallað á ýmiss konar sérfræðiþekkingu í ljósi þess hversu yfirgripsmikil og sérhæfð þau eru. Sum þeirra geta jafnvel snert svið og álitaefni sem hvorki lögregla og ákæruvald né dómarar málsins búa yfir. Í fræðum um réttarfar er oft greint á um það hvort leggja megi sérfræðiálit fyrir dóminn eða hvort dómurinn sjálfur skuli búa yfir sérfræðiþekkingu. Með auknum fjölda dómsmála og flóknari þjóðfélögum þar sem sérhæfing eykst má segja að þau úrlausnaratriði sem koma fyrir dómstóla útheimti sérfræðiþekkingu í auknum mæli. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála nr. 88/2008 er hægt að grípa til nokkurra úrræða í þeim tilfellum sem dómarar máls búa ekki yfir þeirri sérþekkingu sem þörf er á til að leggja dóm á málið og verður fjallað um sum þeirra úrræða í þessari ritgerð.
    Meginumfjöllunarefni ritgerðarinnar er í raun þríþætt. Í fyrsta lagi er fjallað um aðkomu sérfróðra manna á rannsóknarstigi máls, í öðru lagi vitnisburð þessara manna fyrir dómi og í þriðja lagi verður fjallað um aðkomu dómkvaddra matsmanna að sakamálum. Einnig verður fjallað um hvenær og í hvaða tilvikum sérfræðingar geta komið fyrir dóm og látið sérfræðiálit sitt í ljós, byggist heimild þeirra ekki á framangreindum þremur leiðum. Markmið umfjöllunarinnar er að skoða í hvaða tilfellum ákærði, ákæruvald og dómstólar geta leitað til sérfróðra manna í sakamálum, hvernig staðið skuli að því og til hverra má leita. Einnig verður leitast við að athuga hvaða áhrif niðurstöður slíkra sérfræðinga hafa á sönnunarmat við úrlausn sakamála.

Samþykkt: 
  • 4.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16364


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Katrín Rúnarsdóttir.pdf908.84 kBLokaður til...01.09.2070HeildartextiPDF