is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16365

Titill: 
  • Óbærilegur eðlileiki tilverunnar. Fötlun, lækningar og yfirnáttúra í Sturlunga sögu, Morkinskinnu og sögum Jóns Ögmundarsonar og Þórhalls Þorlákssonar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til meistaragráðu í íslenskum bókmenntum við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Viðfangsefni hennar er veikindi, fötlun og yfirnáttúra. Verk þetta hlaut styrk frá verkefninu Tekist á við yfirnáttúruna á Íslandi á miðöldum, sem dr. Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum, stýrir.
    Lækningar og yfirnáttúra hafa tengst órjúfanlegum böndum frá örófi alda. Í þessari ritgerð er gerð athugun á því hvort eitthvað hafi verið til sem nefnist veraldlegar lækningar í þeim bókmenntum sem rannsakaðar voru. Saga miðaldalækninga á Íslandi var reifuð í stuttu máli. Fjallað var um stöðu fatlaðra í miðaldasamfélaginu og hún borin saman við stöðu fatlaðra í nútímasamfélögum. Hugtökin fötlun og skerðing voru skilgreind og farið vandlega í merkingu þeirra.
    Sérþekking kirkjunnar annars vegar og lækna hins vegar var könnuð. Fjallað var um orðræðu í kringum fötlun og veikindi og hvernig kirkjan stjórnaði þeirri orðræðu meðal annars með umönnun veikra og fatlaðra. Þá voru virkniþættir lækninga og fötlunar skoðaðir með tilliti til frásagnarfræði.
    Lækningasögur úr Morkinskinnu og Sturlungu voru greindar sem „veraldlegri“ lækningasögur. Kraftaverkasögur íslensku dýrlinganna Þorláks og Jóns voru greindar til þess að skoða hlið kirkjunnar á lækningum. Meginþemu ritgerðarinnar voru annars vegar það að athuga við hvaða aðstæður fólk grípur til yfirnáttúrunnar og hins vegar að kanna hvort mögulegt hafi verið að segja lækningasögu án þess að grípa til guðlegs máttar eða annars konar yfirnáttúru við frásögnina.

Samþykkt: 
  • 4.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16365


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
OETPRENT2.pdf701.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna