is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16399

Titill: 
  • Titill er á ensku The scope of the Icelandic act on public procurement nr. 84/2007
  • Gildissvið laga um opinber innkaup nr. 84/2007. Inntak hugtakanna opinber innkaup og opinber aðili
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lög um opinber innkaup nr. 84/2007 eiga uppruna sinn að rekja til löggjafar á sviði EES-réttar en það leiðir til þess að við mat á beitingu laganna er m.a. haft hliðsjón af dómaframkvæmd á sviði EES- og EB-réttar auk annarra réttarheimilda á því sviði. Í ritgerð þessari lýtur meginumfjöllunin að gildissviði umræddra laga en við afmörkun þess kemur m.a. til skoðunar hvaða athafnir og aðilar falla undir lögin. Hvað fyrrnefnda atriði varðar er viðurkennt að lögin taki til opinberra innkaupa, sem hafa það að markmiði að koma á samningi um kaup á vöru, þjónustu eða verki, sbr. 2.-4. mgr. 4. gr. umræddra laga. Hér reynir því á það hvað teljist til innkaupa í þessum skilningi en við það mat er litið til efnisatriða opinberra samninga skv. lögunum, þ.e. að um sé að ræða skriflegan, gagnkvæman og íþyngjandi samning, sbr. 1. mgr. síðastgreindrar greinar, sem gerður er á milli kaupanda, hins opinbera aðila, og seljanda, sem er annaðhvort veitandi þjónustu, seljandi vöru eða verksali. Undir síðargreindan aðila geta bæði fallið einstaklingar og lögaðilar, þ.á.m. opinberir aðilar, en eingöngu er gerð sú krafa að kaupandi í skilningi oil. sé opinber aðili. Sú afmörkun kemur því til skoðunar við mat á því hvaða aðilar falli undir lögin en skv. 3. gr. oil. er gert ráð fyrir að hér falli undir hugtakið opinber aðili, ríkið og stofnanir þess, sveitarfélög og stofnanir þeirra auk annarra opinberra aðila, sbr. 2. mgr. umræddrar greinar. Meginúrlausnarefnið lýtur hér að því hvaða aðili teljist til annarra opinberra aðila en lögin veita ákveðnar leiðbeiningar í þessu sambandi. Skv. 2. mgr. 3. gr. oil. skal umræddur aðili uppfylla þrjú skilyrði, þ.e. að hann teljist lögaðili, að til hans hafi verið stofnað í því skyni að þjóna almannahagsmunum, sem eðlióslík er starfsemi einkaaðila á sviði viðskipta eða iðnaðar, og að hinn opinberi aðili búi yfir einhverju þeirra tengsla sem kveðið er á um í a.-c. lið 2. málsl. 2. mgr. 3. gr. oil. Síðastgreind skilyrði hafa það öll sammerkt að þau vísa til ákveðinna náinna tengsla milli hins opinbera aðila og þess aðila, sem í hlut á, sem stuðla að því að hinn opinberi aðili geti haft áhrif á ákvarðanir aðilans sem lúta að innkaupum hans á vörum og þjónustu. Ætla má að umrædd skilyrði, með vísan til dómaframkvæmdar EB-dómstólsins skuli skýrð rúmri skýringu en slíkt styðst m.a. við það markmið oil. um að stuðla að jafnræði bjóðenda við opinber innkaup.
    Að þessum aðilum slepptum gera lögin einnig ráð fyrir því að ákveðnir aðilar, sem almennt teljast til opinberra aðila í umræddum skilningi, falli hér utan gildissviðs laganna en sem dæmi um það eru svokallaðar veitustofnanir, sem lúta að meginstefnu ekki ákvæðum laganna, þó að undanskildum þeim reglum sem varða málsmeðferð fyrir kærunefnd útboðsmála. Að lokum hafa ákveðnar sérreglur verið látnar taka til sveitarfélaga en skv. lögunum eru innkaup þeirra undir viðmiðunarfjárhæðum EES talin falla utan útboðsskyldu laganna. Lögin gera þó ráð fyrir að sveitarfélögin setji sér tilteknar innkaupareglur um innkaup þeirra undir umræddum viðmunarfjárhæðum EES. Vandasamt er þó að sjá með hvaða hætti stuðlað er að því að þessu framfylgt af hálfu sveitarfélaga.

Samþykkt: 
  • 5.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16399


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GILDISSVIÐ LAGA UM OPINBER INNKAUP .pdf2.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna