ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1640

Titill

Áhrif farsímanotkunar á tvíverkavinnslu og skipta athygli

Útdráttur

Farsímanotkun hefur stóraukist á undanförnum árum og hefur það leitt til þess að hægt er að vera í sambandi við aðra nánast hvar sem er og hvenær sem er. Þessi þróun hefur vakið áhuga fræðimanna á þeim áhrifum sem farsímanotkun hefur á athygli ökumanna. Margar rannsóknir hafa verið gerðar til þess að skoða þessi áhrif. Tilgangur þessa verkefnis er fyrst og fremst að rannsaka áhrif farsímanotkunar á tvíverkavinnslu og skipta athygli og hvort munur er á kynjunum í því samhengi. Notast var við tölvuforrit þar sem kassi blikkaði tilviljunarkennt rautt eða grænt. Tölvuforritið mældi viðbragðstíma, þær villur sem gerðar voru og hversu vel þátttakendur fylgdu kassanum eftir. Rannsóknin var þrískipt og var verkefnið í tölvuforritinu leyst eitt og sér í fyrsta verkefninu en í seinni tveimur var það leyst ásamt útvarpshlustun eða farsímanotkun. Mælt var sérstaklega hvort útvarpið og síminn hefðu truflandi áhrif á frammistöðu í tölvuverkefninu. Þátttakendur voru 15 konur og 15 karlar á aldrinum 17-41 árs. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru: a) Að sími hafði meiri truflandi áhrif á viðbragðstíma en útvarp; b) að útvarp hafði meiri truflandi áhrif á eltingu en sími; c) að ekki var marktækur munur á viðbragðstíma kynjanna; d) að karlar stóðu sig marktækt verr í eltingu í útvarpsverkefninu en konur. Út frá þessum niðurstöðum er hægt að álykta að sími hefur meiri truflandi áhrif á viðbragðstíma heldur en útvarpshlustun. Einnig kom í ljós að útvarpshlustun hefur meiri truflandi áhrif á eltingu heldur en farsímanotkun. Þar sem meiri hætta skapast af truflun á viðbragðstíma má álykta að farsímanotkun við akstur geti valdið lífshættulegum truflunum við akstur.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
10.7.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Efnisyfirlit- Áhri... .pdf172KBOpinn Áhrif farsímanotkunar á tvíverkavinnslu og skipta athygli - Efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Heimildaskrá- Áhri... .pdf176KBOpinn Áhrif farsímanotkunar á tvíverkavinnslu og skipta athygli - Heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Áhrif farsímanotku... ..pdf1,01MBLokaður Áhrif farsímanotkunar á tvíverkavinnslu og skipta athygli- heild PDF  
Útdráttur-Abstract... .pdf133KBOpinn Áhrif farsímanotkunar á tvíverkavinnslu og skipta athygli - Útdráttur PDF Skoða/Opna