is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16405

Titill: 
  • Konur og barneignir: Þróun atvinnuþátttöku kvenna og áhrif barneigna á stöðu þeirra á íslenskum vinnumarkaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa verkefnis er að skoða hvernig atvinnuþátttaka kvenna hefur þróast og hvaða þættir hafa helst áhrif á þátttöku kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Einnig verður skoðað hvaða áhrif barneignir hafa á vinnumarkaðsþátttöku kvenna. Atvinnuþátttökuhlutfall íslenskra kvenna er með því hæsta sem þekkist í Evrópu og er hærra en á hinum Norðurlöndunum. Þátttaka karla á vinnumarkaði er nokkuð meiri en kvenna og skýrist það meðal annars vegna barneigna þar sem konur eru enn helsti umönnunaraðili barna.
    Nokkrir þættir hafa áhrif á vinnuframboð kvenna og má þar nefna frjósemi og fæðingarorlof. Frjósemi hefur dregist verulega saman á undanförnum áratugum í kjölfar þess að konur juku vinnuaflsframboð sitt á vinnumarkaði. Hér á landi hefur mikil atvinnuþátttaka kvenna ekki komið niður á frjósemi eins og í mörgum öðrum ríkjum. Megin ástæðan er talin vera sú að á Íslandi er gott velferðarkerfi sem felur meðal annars í sér launað fæðingarorlof. Fæðingarorlof hér á landi hefur tekið miklum breytingum síðan lögum um fæðingarorlof var breytt árið 2000. Með breytingunum fengu feður aukin réttindi auk þess sem lögunum var ætlað að tryggja samvistir barna við báða foreldra og jafna réttindi kvenna og karla á vinnumarkaði. Efnahagskreppan hefur haft töluverð áhrif á fæðingarorlofstöku foreldra. Í kjölfar kreppunnar drógu foreldrar úr nýtingu réttar síns vegna ólgu á vinnumarkaði. Nýjustu lagasetningunni um fæðingarorlof er ætlað að bæta fyrir þær skerðingar sem orðið hafa á síðustu árum og auka orlofstöku foreldra.
    Íslenskur vinnumarkaður er enn í dag kynskiptur og karlar eru mun líklegri til að sinna æðri stjórnunarstörfum en konur. Barneignir hafa áhrif á þessa kynskiptingu þar sem konur sjá að mestu leyti um uppeldi barna og heimilisverkin. Konur velja sér því gjarnan störf með sveigjanlegri vinnutíma eða hlutastörf til þess að geta sameinað atvinnu- og fjölskyldulíf. Þörfum fjölskyldunnar er þannig mætt með því að konur takmarki vinnu sína eða starfsferil. Eftir því sem fleiri börn eru á heimili eykst vinnutíma karla en vinnutími kvenna styttist.

Samþykkt: 
  • 6.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16405


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Konur og barneignir.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna