is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16409

Titill: 
  • Efnisnotkun Gerðar Helgadóttur. Járn, vír, brons og steinsteypa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er efnisnotkun myndhöggvarans Gerðar Helgadóttur (1928- 1975) en hún er að margra mati ein merkasta og fjölhæfasta listakona sem Íslendingar hafa átt. Efnisval hennar var fjölbreytilegt og var Gerður óhrædd við að fara eigin leiðir í list sinni.
    Í ritgerðinni verður fjallað um áhrif efnisvals Gerðar á form verka hennar og verk sem unnin eru í ólík efni tekin til skoðunar. Leitast verður við að leggja mat á það að hvaða marki efniviður verkanna mótaði inntak þeirra og túlkun og eru þar sérstaklega tekin fyrir verk úr járni, vír, bronsi og steinsteypu. Þá verður einnig fjallað um helstu áhrifavaldana á listferil hennar.
    Árið 1945 innritaðist Gerður í Handíða- og myndlistarskólann í Reykjavík og að því námi loknu fór hún til náms við listaháskólann Accademia di Belle Arti á Ítalíu um haustið 1947. Eftir tveggja ára dvöl á Ítalíu fékk Gerður síðan inngöngu í Académie de la Grande Chaumiére listaakademíuna í París árið 1949, þar sem ferill hennar sem listamanns hófst.
    Gerður hóf í byrjun ferils að vinna með leir og gifs en einnig fljótlega marmara. Síðar fór hún að notast við járn og vír í verk sín, sneri sér loks að glerinu og bronsinu og að endingu steinsteypunni. Einna kunnust er Gerður fyrir málm- og vírskúlptúra sína og einnig glerlistaverkin sem hún gerði fyrir margar kirkjur, bæði hér heima og erlendis.
    Gerður var andlega þenkjandi kona. Hún var trúuð og notaði mikið trúartákn í verk sín. Hún var afar ósérhlífin þegar kom að listinni og lagði hart að sér við að þróa og móta verk sín. Þegar á leið olli vinnuharkan heilsubresti, en Gerður lést aðeins 47 ára að aldri.

Samþykkt: 
  • 6.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16409


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsíða og titilsíða.pdf63.63 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Efnisnotkun Gerðar Helgadóttur myndhöggvara.pdf1.29 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna