is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16415

Titill: 
  • Tómstundir fatlaðs fólks á Vesturlandi : er munur eftir búsetu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni verður fjallað um tómstundir og búsetumál fatlaðs fólks á Vesturlandi. Markmiðið er að skoða hvort munur sé á tómstundum fatlaðs fólks eftir því hvernig búsetuúrræði það býr við. Mikil þróun hefur verið í þessum málum og ekki ýkja langt síðan viðurkennt var að fatlaðir einstaklingar ættu sama rétt og aðrir þjóðfélagsþegnar, þar með talið rétt til sjálfstæðrar búsetu. Skoðaðar verða þær hugmyndir sem uppi eru í hinni nýju fræðigrein, fötlunarfræðinni og mikilvægi tómstunda. Einnig verður farið yfir þá þróun sem verið hefur í málaflokknum og stöðuna í dag. Að lokum verður staðan tekin á Vesturlandi með því að taka viðtöl við starfsfólk í öllum búsetuúrræðum sem í boði eru. Staðan er sú að á Vesturlandi eru ýmiss konar búsetuform í boði, sambýli eða sjálfstæð búseta. Ekki er mikill munur á tómstundamálum fatlaðs fólks á Vesturlandi eftir hvernig búsetu það er í en hins vegar kemur fram munur á milli bæjarfélaga á Vesturlandi.

Samþykkt: 
  • 6.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16415


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tomstundir_fatlaðra.pdf654.32 kBLokaður til...14.05.2133HeildartextiPDF