is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16425

Titill: 
  • Vitund og ímynd kvenfataverslunarinnar ZayZay
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Til þess að hægt sé að byggja upp og ná árangri með vörumerki þarf fyrst og fremst að vera til staðar vitund um vörumerkið og þar á eftir sterk og jákvæð ímynd. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort og/eða hve mikil vitund er til staðar um kvenfataverslunina ZayZay ásamt því að kanna hver ímynd verslunarinnar er. Rannsóknin var framkvæmd með megindlegri aðferð þar sem spurningalisti var lagður fyrir úrtak, sem voru nemendur við Háskóla Íslands.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að ekki sé til staðar nægileg vitund á meðal neytenda ásamt því að verslunin hafði enga afgerandi ímynd. Því er ljóst að stjórnendur verslunarinnar þurfa fyrst og fremst að hefja uppbyggingu á aukinni vitund og skýrari staðfærslu. Þegar kemur að vitund fengu keppinautar ZayZay talsvert jákvæðari niðurstöður og ætti það því að vera ákveðið áhyggjuefni fyrir eigendur verslunarinnar ZayZay. Helsta takmörkun rannsóknarinnar var aldursdreifing þátttakenda, þar sem úrtak rannsóknarinnar voru háskólanemendur og varð hópur svarenda tiltölulega einsleitur.

Samþykkt: 
  • 9.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16425


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristján_Freyr_Þrastarson_BS.pdf2.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna