is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16432

Titill: 
  • „Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið“. Prestssetrið að Útskálum í tíð séra Eiríks S. Brynjólfssonar – menningarsetur fyrr og nú
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin lýsir störfum „prestsins“ á öðrum fjórðungi tuttugustu aldar. Um leið og hann var prestur gat hann verið bóndi, kennari og veraldlegur leiðtogi ásamt því að standa fyrir fjölbreyttri menningarstarfsemi. Hér er fjallað um Eirík S. Brynjólfsson prest að Útskálum. Eiríkur setti markið hátt þegar hann stofnaði skóla í þrem byggðarlögum á fyrsta starfsári sínu og kenndi í þeim öllum. Hann trúði því að menntun væri menning og hún yki á viðsýni og hagsæld og gerði manninn góðan og glaðan.
    Gamla prestsseturshúsið að Útskálum fékk nýtt hlutverk þegar Menningarsetrið að Útskálum ehf. var stofnað til að varðveita þessa sögu og halda til haga menningararfleið þjóðarinnar þegar presturinn var „allt í öllu“. Hugmyndin er að safna saman heimildum
    um allt land svo hægt verði að varðveita þær og rannsaka áhrif prestanna á samfélagsgerðina í gegnum tíðina, til gagns fyrir komandi kynslóðir. Segja má að sjálfsmynd þjóðar byggist meðal annars á því að þekkja eigin sögu og hafa spegla
    fortíðar og samtíðar til að skoða sig í og þreifa á tíðarandanum.
    Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er: Hvernig þjónaði Eiríkur söfnuði sínum sem náði yfir fjórar sóknir og hvaða hlutverki gegndi presturinn og prestssetrið í nærsamfélaginu á öðrum fjórðungi 20. aldar?
    Tilgangurinn með athuguninni er að sýna fram á fjölbreytileika starfs prests í litlu sjávarplássi og skoða hlutverk prestsheimilisins fyrir daga félagsþjónustu á vegum
    sveitarfélaganna.

Samþykkt: 
  • 9.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16432


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
María Hauksdóttir.pdf388.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna