is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16446

Titill: 
  • Titill er á þýsku Eine kommentierte Übersetzung ausgewählter Teile des Buches Emmas Glück von Claudia Schreiber
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu BA-verkefni voru valdir hlutar bókarinnar Emmas Glück eftir Claudiu Schreiber þýddir yfir á íslensku með hliðsjón af þýðingarstefnu Pauls Kußmaul og Hans G. Hönig, der notwendinge Grad der Differenzierung og dynamische og formale Äquivalenz sem Eugene A. Nida setti fram. Í stefnu Kußmaul og Hönig er markmiðið að þýða eins nákvæmlega og nauðsynlegt er hverju sinni, í staðinn fyrir að þýða eins nákvæmlega og mögulegt er. Í dýnamísku jafngildi Nida er leitast við að lesandi þýdda textans bregðist eins við honum og lesandi frumtextans bregst við sínum texta og þar með að báðir textarnir séu jafngildir og í formlegu jafngildi er mest áhersla lögð á þau skilaboð sem textinn á að koma til skila, bæði hvað varðar form og innihald.
    Bókin Emmas Glück fjallar um aðalkvenpersónuna Emmu sem býr ein með dýrunum sínum á bóndabæ í miðju Þýskalands og aðalkarlpersónuna Max sem er með briskrabbamein á lokastigi. Þau hittast fyrir tilviljun þegar Max lendir í bílslysi og endar á bóndabænum hennar. Eftir að hafa eytt tíma saman verða þau ástfangin af hvoru öðru og styðja hvort annað í gegnum þá erfiðleika sem steðja, eða hafa steðjað, að þeim.
    Þetta BA-verkefni er í þremur hlutum. Fyrst eru þýðingarstefnurnar þrjár útskýrðar og dæmi tekin úr frumtextanum um hvernig þær voru notaðar í þýðingunni. Í öðrum hluta er frumtextinn greindur með tilliti til einkenna sem eru annaðhvort yfirfærð yfir í þýðinguna eða þeim breytt og þau aðlöguð að íslensku. Í þriðja og síðasta hluta er þýðingin sjálf á íslensku með athugasemdum þar sem sérstakrar útskýringar var þörf.

Samþykkt: 
  • 10.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16446


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
nyttEmmasGlucktilprentunar.pdf157.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna