is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16454

Titill: 
  • Jeremía spámaður. Ef þér leitið mín munuð þér finna mig
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um Jeremía spámann og hvernig lífi hans var háttað. Meginumfjöllunarefni ritgerðar er líf og starf hans. Við skoðum einnig hvernig spádómsbók hans varð til og skoðum hvort að hún hafi verið skrifuð með þeim hætti sem Jeremía spámaður lýsir í Jer 36. Líf spámannsins hefur verið erfitt þar sem hann var kallaður til að flytja refsidóma Guðs yfir Ísrael og Júda. Hann var uppi á tímum hörmunga og boðaði iðrun. Samfélagið hlustaði ekki á hann en hann var hæddur, ofsóttur og fangelsaður. Við getum ímyndað okkur hvernig líf hans hafi verið. Hann er kallaður "hinn grátandi spámaður" vegna þess að hann tók synd samfélagsins inn á sig. Hann grét meðal annars yfir þjóð sinni vegna skurðgoðadýrkun.
    Spurningar um áreiðanleika ritsins hafa vaknað og fræðimenn hafa velt fyrir sér hvernig ritið varð til. Mismunandi kenningar hafa verið uppi en aðalskýringaritin sem skrifuð var af William L. Holladay og William McKane hafa brotið blað í sögu rannsókna á spádómsriti Jeremía. Einnig hafa önnur sjónarmið verið uppi en þau eru mun róttækari. Þar má helst nefna sjónarmið frá feministum sem lesa ritið á táknrænan og rómantískan hátt.
    Mikilvægt er að benda á að önnur rit Biblíunnar bera vitni um atburðinn sem átti sér stað þegar Jerúsalem féll. Til dæmis höfum við Harmljóðin sem lýsa líðan þeirra sem voru herleidd til Babýlóníu. Einnig höfum við spádómsbók Esekíel og Jesaja og ekki má gleyma Sálmunum. Þessi rit bera mikilvægt vitni um herleiðinguna til Babýlóníu og þar af leiðandi fall Jerúsalem og Júda.
    Nokkrar vísbendingar hafa einnig fundist í fornleifafræðinni sem gefur til kynna að Ísrael og Júda hafi verið herleidd. Þar má nefna til dæmis bréf Lakis og töflur Jójakíns að ógleymdu Babýlónsku kviðunum.

Samþykkt: 
  • 10.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16454


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jeremía spámaður GMK3.pdf950.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna