is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16457

Titill: 
  • Hvar á barnið heima? Föst búseta barns skv. Haag-samningnum um einkaréttarleg áhrif brottnáms barna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er hugtakið föst búseta barns eins og það var sett fram í Haag-samningnum um einkaréttarleg áhrif brottnáms barna frá árinu 1980. Notast er við eigindlegar rannsóknaraðferðir félagsvísinda byggða á orðræðugreiningu til þess að leita svara við tveimur nátengdum rannsóknarspurningum: Hvers vegna er hugtakið föst búseta barns ekki skilgreint nánar í Haag-samningnum? og Er hægt að tala um hugtakið fasta búsetu barns sem alþjóðlegt viðmið í samhengi þeirra kenninga sem settar hafa verið fram um lífsferil alþjóðlegra viðmiða? Kenningar tengdar nýfrjálslyndri stofnanahyggju, mótunarhyggju og kenningar um aukna skörun fræðigreinanna alþjóðalögfræði og alþjóðasamskipta, sem og þær kenningar sem settar hafa verið fram um lífsferil alþjóðlegra viðmiða, mynda hinn kenningafræðilega grunn sem rannsóknin byggir á. Við greiningu á túlkun dómstóla á hugtakinu föst búseta barns komu í ljós ákveðin þemu eða þrástef sem varpa ljósi á það að heimfæra má kenningar um lífsferil alþjóðlegra viðmiða að einhverju leyti á hugtakið föst búseta barns. Þar með er seinni rannsóknarspurningunni svarað játandi og í kjölfarið kenningar um lífsferil alþjóðlegra viðmiða notaðar til að finna svör við þeirri fyrri. Þau eru á þá leið að alþjóðleg viðmið dreifast oft þvert á landamæri einmitt vegna þess að þau eru óskýr og breytileg og gæti það vel verið ástæða þess að ákveðið var að skilgreina hugtakið ekki nánar í samningnum.

Samþykkt: 
  • 10.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16457


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BjörtBaldvins_MAritgerð_PRENTUN.pdf822.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna