is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1645

Titill: 
  • Mikið álag en stórkostleg upplifun, Upplifun feðra af föðurhlutverkinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þar sem ekki hafa verið gerðar margar rannsóknir hér á landi af upplifun feðra af
    föðurhlutverkinu, var það álit rannsakenda að kanna þyrfti enn frekar viðhorf þeirra og
    upplifanir af því að vera feður.
    Tilgangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna upplifun feðra af föðurhlutverkinu
    svo sem álag og ábyrgð, andlega líðan, fræðslu til feðra, viðhorfi þeirra til brjóstagjafar og
    töku fæðingarorlofs.
    Aðferð: Rannsóknin var byggð á eigindlegri rannsóknaraðferð Vancouver-skólans í
    fyrirbærafræði. Úrtaksaðferð rannsóknarinnar var tilgangsúrtak, þar sem tekin voru viðtöl við
    tíu feður á aldrinum 20-40 ára sem áttu barn/börn á aldrinum sex mánaða til fjögurra ára.
    Viðtölin fóru fram á tímabilinu 29. febrúar-13. mars 2008, hvert viðtal var hljóðritað og síðan
    ritað upp orðrétt og greint samkvæmt þrepakenningu Vancouver-skólans í aðalþemu,
    meginþemu og undirþemu.
    Niðurstöður: Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að feður upplifðu mikla ánægju
    af föðurhlutverkinu. Þeir fundu jafnframt til mikillar ábyrgðar og tjáðu nokkrir þeirra kvíða,
    sem þeir litu þó ekki á sem andlega vanlíðan, heldur hluta af því mikilvæga hlutverki sem
    þeir voru að takast á við. Feðurnir voru að öllu jöfnu ánægðir með þá fræðslu sem þeir fengu
    fyrir fæðingu barnsins, en flestir vildu fá frekari fræðslu og almennari upplýsingar um
    umönnun barnsins eftir að það var fætt. Þegar litið er til niðurstaðna rannsóknarinnar virðist
    sem aukinnar fræðslu sé þörf eftir fæðingu barnsins og taka þurfi meira tillit til þarfa þeirra
    og viðhorfa. Rannsakendur vonast til að rannsóknin auki umræður og varpi frekara ljósi á
    það hvernig feður upplifa föðurhlutverkið og einnig að hún vekji heilbrigðisstarfsfólk til
    umhugsunar um hvort feðrum sé nægilega sinnt í kringum barneignaferlið.
    Lykilhugtök: Upplifun, faðir, föðurhlutverk, fræðsla, brjóstagjöf, andleg líðan, fæðingarorlof.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 11.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1645


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heild.pdf2.82 MBLokaður"Mikið álag en stórkostleg upplifun, Upplifun feðra á föðurhlutverkinu"-heildPDF
Útdráttur á ensku.pdf135.4 kBOpinn"Mikið álag en stórkostleg upplifun, Upplifun feðra á föðurhlutverkinu"-útdráttur á enskuPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf109.81 kBOpinn"Mikið álag en stórkostleg upplifun, Upplifun feðra á föðurhlutverkinu"-efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf155.69 kBOpinn"Mikið álag en stórkostleg upplifun, Upplifun feðra á föðurhlutverkinu"-heimildaskráPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl.pdf1.92 MBOpinn"Mikið álag en stórkostleg upplifun, Upplifun feðra á föðurhlutverkinu"-fylgiskjölPDFSkoða/Opna