ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16467

Titill

Aðild Íslands að EES-samningnum: Afsal fullveldis og lýðræðishalli

Skilað
Október 2013
Útdráttur

Meginmarkmið og tilgangur ritgerðarinnar er að taka til skoðunar hvort Ísland hafi afsalað hluta af fullveldi sínu til yfirþjóðlegra stofnanna ESB og hvort ríkjandi sé lýðræðishalli í tengslum við aðild Íslands að EES-samningnum. Það er niðurstaða höfundar að ýmislegt bendi til þess að EES-samningurinn virki í raun sem yfirþjóðlegur samningur, þó að forminu til sé hann þjóðréttarsamningur. Höfundur telur að íslenska ríkið hafi afsalað hluta af fullveldi sínu til yfirþjóðlegra stofnanna ESB og stofnanna EFTA/EES. Einnig sé ríkjandi lýðræðishalli í tengslum við EES-samninginn, þar sem þjóðkjörnir fulltrúar Íslands koma ekki að ákvarðanatökunni um hvaða lög og reglur eru teknar upp í EES-samninginn. Almennur þjóðaréttur felur ekki í sér neina reglu um milliliðalaus áhrif þjóðréttarreglna að landsrétti ríkja. Sú grundvallarregla gildir samkvæmt þjóðarétti að það sé í valdi hvers og eins ríkis að ákveða hvernig reglur þjóðréttar eru innleiddar inn í landsrétt. En að mati höfundar er raunveruleikinn varðandi EES-samninginn og framkvæmd hans ekki í samræmi við reglur þjóðréttar. Í fyrsta lagi hefur íslenska ríkið engan aðgang að ákvarðanatöku né atkvæðisrétt innan Ráðherraráðsins og Evrópuþingsins, sem fara með löggjafarvald ESB og hefur takmarkaðan möguleika á því að hafa raunveruleg áhrif á mótun löggjafarinnar innan Framkvæmdarstjórnar ESB. Í öðru lagi er íslenska ríkinu formlega heimilt að neita að taka upp í landsrétt reglur sem hafa verið teknar upp í EES-samninginn, en í samningnum er kveðið á um að slíkt hafi í för með sér uppsögn á þeim viðauka sem lögin falli undir, sem gæti síðan mögulega haft þær afleiðingar að grundvöllur samningsins bresti. Í þriðja lagi eru flest öll lög og reglur frá ESB lögfest inn í íslenskan rétt með stjórnvaldsfyrirmælum, án þess að fá formlega meðferð fyrir Alþingi. Í fjórða lagi ber íslenska ríkið skaðabótaábyrgð ef því misferst að innleiða reglur EES-samningsins inn í landsrétt eða gerir það á ófullnægjandi hátt. Í fimmta lagi ef reglur landsréttar eru andstæðar reglum EES-samningsins, þá hafa EES reglur forgang í íslensku réttarkerfi. Í sjötta lagi hafa lýðræðislega kjörnir fulltrúar íslenska ríkisins hvorki aðgang eða ákvörðunarrétt í Ráðherraráðinu né Evrópuþinginu sem fara með löggjafarvaldið innan ESB. Íslenskur almenningur kýs hvorki þá fulltrúa sem fara með löggjafarvaldið innan ESB, né þá sem starfa innan stofnanna EES/EFTA og fara með ákvörðunarvaldið þar. Þessi einkenni EES-samningsins benda að mati höfundar ótvírætt til þess að EES-samningur sé í raun síbreytilegur yfirþjóðlegur samningur þar sem íslenska ríkið hefur afsalað fullveldi sínu til yfirþjóðlegra stofnanna ESB og EES/EFTA og ríkjandi sé lýðræðishalli í tengslum við samninginn.

Samþykkt
10.9.2013


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Aðild Íslands að E... .pdf1,14MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna