is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1646

Titill: 
  • Heilsuráðgjöf sem heilbrigðisþjónusta : svar við breyttum þjóðfélagsaðstæðum : rannsóknaráætlun á sviði forvarna og heilsueflingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknaráætlunarinnar er að leggja drög að þróunarverkefni og rannsókn sem snýr að heilsuráðgjöf á 1. og 2. stigi forvarna, að skoða hvort og hvernig slík ráðgjöf gagnast einstaklingum og/eða hópum og hvort og hvernig slík starfsemi gæti sparað útgjöld í heilbrigðisþjónustunni. Einnig er tilgangurinn að fá fram viðhorf notenda til þjónustunnar. Markmiðið er að þróa og prófa einstaklingsmiðaða heilsuráðgjöf sem stuðlað gæti að því að fólk tæki í auknum mæli ábyrgð á eigin heilsufari. Einnig er markmiðið að þróa áreiðanlegt og réttmætt mælitæki sem mælir hvort ráðgjöfin hefur jákvæð áhrif á fólk. Loks er markmiðið að fá fram viðhorf og væntingar notenda til slíkrar þjónustu. Gagnasöfnun hefst með söfnun upplýsinga á 50 manna úrtaki til forprófunar á spurningalistanum. Í framhaldi af því verður framkvæmd rannsókn á 150-200 einstaklingum. Ætlunin er að leggja matstæki fyrir þrisvar sinnum á tveimur árum. Að þeim tíma liðnum er ætlunin að leggja fyrir spurningalista til að fá fram viðhorf skjólstæðinga til þjónustunnar.
    Í nútímasamfélagi er stór hluti fólks að glíma við vandamál sem lúta að lífsháttum þess. Ef ekkert er að gert þróast þau út í alvarlega sjúkdóma sem hafa í för með sér mikinn kostnað fyrir heilbrigðiskerfið og einstaklinginn. Rannsóknaráætlunin miðar að því að setja á stofn heilsustofu og bjóða fólki einstaklingsmiðaða þjónustu í tvö ár í senn til að hjálpa skjólstæðingunum að skilja og skilgreina heilsufarsvanda sinn og finna leiðir til að bæta heilsu sína og breyta lífsháttum til langframa. Niðurstöður rannsóknarinnar gætu gefið vísbendingar um hvort þessi þjónusta hafi bætt heilsu og lífsgæði þeirra einstaklinga sem hennar njóta og hvort og hvernig einstaklingsmiðuð 1.og 2. stigs fyrirbygging stuðlaði að sparnaði í heilbrigðisþjónustu.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 11.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1646


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc.Heilsuráðgjöf-2008.pdf377.21 kBLokaður"Heilsuráðgjöf sem heilbrigðisþjónusta" -heildPDF