is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/164

Titill: 
  • Sjálfsmynd ungra kvenna í framhaldskólum og viðhorf þeirra til líkama síns
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna sjálfsmynd ungra kvenna í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og viðhorf þeirra til líkama síns. Einnig voru skoðaðir samfélagslegir þættir og áhrif þeirra á útlit. Rannsóknin var megindleg lýsandi rannsókn (quantitative descriptive research). Mælitækið var spurningalisti sem var hannaður af rannsakendum og yfirfarinn af leiðbeinanda. Stuðst var við styttri útgáfu af Body Shape Questionnaire (BSQ) (útlitsspurningarlista) sem mælir líðan með útlit og Self-Image Self-Assessment Questionnaire (sjálfsmats sjálfsmyndar spurningalista). Forkönnun var gerð á spurningalistanum. Þýðið var 18-20 ára stúlkur í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Úrtakið voru tveir framhaldsskólar sem valdir voru með slembiúrtaki en stúlkurnar voru valdar með klasaúrtaki. Spurningalistinn innihélt 33 spurningar sem lagðar voru fyrir 75 stúlkur, svarhlutfall var 100%. Niðurstöður rannsóknarinnar eru í samræmi við fyrri rannsóknir á efninu og sýna að áhrif fjölmiðla á útlit þessara ungu kvenna eru mjög mikil. Einnig kemur fram að stúlkurnar sem voru með lélega sjálfsmynd voru mjög óánægðar með líkama sinn. Helstu ástæður fyrir því að stúlkurnar stunduðu líkamsrækt var til að fá betri andlega líðan, því þær voru með áhyggjur af líkamsvexti, til að vera í formi og til að viðhalda heilbrigði. Meirihluti stúlknanna vildi breyta einhverju við líkama sinn og nokkrar þeirra gátu hugsað sér að fara í lýtaaðgerð.
    Lykilhugtök: Sjálfsmynd, líkamsímynd, framhaldsskólanemar, fjölmiðlar, lýtaaðgerðir.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/164


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sjalfsmynd.pdf553.44 kBTakmarkaðurSjálfsmynd ungra kvenna í framhaldsskólum og viðhorf þeirra til líkama síns - heildPDF
sjalfsmynd-e.pdf107.29 kBOpinnSjálfsmynd ungra kvenna í framhaldsskólum og viðhorf þeirra til líkama síns - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
sjalfsmynd-h.pdf149.24 kBOpinnSjálfsmynd ungra kvenna í framhaldsskólum og viðhorf þeirra til líkama síns - heimildaskráPDFSkoða/Opna
sjalfsmynd-u.pdf156.72 kBOpinnSjálfsmynd ungra kvenna í framhaldsskólum og viðhorf þeirra til líkama síns - útdrátturPDFSkoða/Opna