is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16501

Titill: 
  • Mikilvægi starfsánægju fyrir vinnustaðinn og starfsmanninn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um mikilvægi starfsánægju fyrir vinnustaðinn og starfsmanninn. Farið er yfir tvær kenningar um starfsánægju, tveggjaþáttakenningu Herzbergs og kenninguna um starfseinkenni. Farið er yfir mikilvæga áhrifaþætti starfsánægju, einkum hjá starfsmanninum sjálfum og ávinning af stafsánægju, einkum fyrir vinnustaði. Loks verður farið yfir mæliaðferðir og aðferðir til að auka starfsánæju. Við mat á starfsánægju er algengt að leggja fyrir spurningakannarnir, einkum til að meta áhrif af aðgerðum, bera saman hópa og tímabil. Af mikilvægum þáttum fyrir starfsánægju má nefna að þarfir og væntingar starfsmanns skipta þar miklu máli, viðhorf þeirra, aldur, kyn og menntun. Starfsánægja virðist aukast með aldri, en síður með aukinni menntun og kynbundinn munur á starfánægju virðist óverulegur. Ávinningur vinnustaða af því að efla starfsánægju starfsmanna eru einkum sá að ánægðir starfmenn eru líklegri til að standa sig vel í starfi og sýna meiri hollustu við vinnustaðinn en óánægðir starfsmenn láta frekar af störfum. Mikilvægar aðferðir til þess að auka starfsánægju eru samþættar aðgerðir eins og skýr starfsmannastefna með áherslu á heilsueflingu. Laun og umbunanir virðast síður mikilvægar fyrir starfsánægju, en góður yfirmaður hefur jákvæð áhrif og eykur hollustu starfsmanna. Kenningarnar tvær virðast í fullu gildi og styðja helstu niðurstöður þessarar ritgerðar.

Samþykkt: 
  • 11.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16501


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Smári Sighvatsson.pdf541.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna