is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16515

Titill: 
  • Ávinningur kennara af leiðsögn : ,,maður lærir náttúrulega líka af þessum kennaranemum“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er fjallað um starf leiðsagnarkennara og þann faglega ávinning sem þeir geta hlotið í gegnum leiðsögn með kennaranemum. Markmið rannsóknarinnar var að skoða leiðsagnarhlutverkið út frá kennaranum sjálfum og þeim áhrifum sem það getur haft á hans eigið starf og starfsþróun.
    Rannsóknin fór fram skólaárið 2012−2013. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og leitað var svara við rannsóknarspurningunni: Á hvaða hátt getur leiðsagnarhlutverk kennara verið leið til aukinnar starfsþróunar? Gagna var aflað með óstöðluðum viðtölum við sex grunnskólakennara sem sinnt höfðu starfi leiðsagnarkennara. Allir viðmælendur höfðu mikla reynslu bæði sem kennarar og leiðsagnarkennarar.
    Megin niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að ávinningur kennara af leiðsögn væri töluverður og skilaði sér í aukinni starfsþróun þeirra. Ávinningur þeirra fólst í því að fá nýjar hugmyndir frá kennaranemum, nýjar nálganir á eigin kennslu, tengjast háskólasamfélaginu betur, koma þekkingu sinni í orð, þátttaka í faglegum samræðum og tækifæri til að rökstyðja störf sín innan skólastofunnar. Einnig töldu þeir mikinn ávinning felast í því að geta stigið aðeins til hliðar í kennslunni á meðan kennaranemar sáu um kennsluna og séð þannig nemendur frá öðrum og nýjum sjónarhornum. Jafnframt kom fram að ávinningur skólans og skólasamfélagsins í heild væri ekki minni en leiðsagnarkennaranna.
    Í niðurstöðum kom fram ákveðin krafa frá viðmælendum um aukin samskipti við háskólana sem og aukna ábyrgð móttökuskólanna sjálfra hvað varðar leiðsögn kennaranema. Kallað var eftir aukinni eftirfylgni með störfum leiðsagnarkennara og að hægt væri að telja leiðsögn sem hluta af endurmenntun þar sem í henni felst samkvæmt viðmælendum töluverð endurmenntun.

  • Útdráttur er á ensku

    This research paper will shed light on the mentor’s role and the benefits that mentors can gain from guiding teacher students. The aim of the research is to look at the role of the mentor from the standpoint of the teacher and study the effects the mentor role
    can have on the teacher's work and his/her professional development.
    The research was conducted in the school year 2012 - 2013. A qualitative research method was used to seek an answer to the research question which is: In what way can the mentor role of teachers be a method for increased professional development? The data was collected by interviewing six elementary school teachers
    who had previously undertaken the role of a mentor. All of the participants had extensive experience both as teachers and mentors. The main research results were that teachers benefited substantially from taking on the mentor role and it did lead to increased professional development. The benefits involved with the mentor role were: acquiring new ideas from the teacher students, new approach to their own teaching methods, greater connection to the academic community, the ability to bring their knowledge into words, participation in professional discussion and a chance to rationalize their procedures within the classroom. The research participants also mentioned the benefit of the chance to step
    aside during lessons whilst teacher students took the role of the teacher and thus were able to see students from a new and different perspective. The interviewees also noted that the benefit of mentoring was not only valuable to them but also to the school and the school community as a whole.
    The results showed a specific request from the participants for increased communication with the universities as well as an increased responsibility to be taken by the receiving schools that take on the role of mentor schools. They called for increased observation and follow up on the mentor's work as well as suggesting that taking on the role of a mentor should be valued as a part of continuing education due to the professional and educational value and development.

Samþykkt: 
  • 16.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16515


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjóla-lokaskil sept.pdf707.42 kBOpinnPDFSkoða/Opna