is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16523

Titill: 
  • Urðun úrgangs - mat á aðstöðu fjögurra urðunarstaða á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Urðun er aðalförgunarleiðin á Íslandi í dag, og 31 staðir hafa starfsleyfi fyrir urðun á úrgangi í ýmsum flokkum. Ljóst er að förgun úrgangs verður með öðru móti í framtíðinni, því að fyrir 16. júlí 2009 eiga urðunarstaðir að uppfylla lagaleg ákvæði sem voru sett árið 2003. Markmið ritgerðarinnar er að fá yfirlit yfir stöðu urðunarmála á Íslandi og að gefa yfirsýn yfir það hvernig aðstaðan er til urðunar í dag. Tekið var saman hver séu helstu neikvæðu áhrifin á umhverfið sem stafa frá urðun ásamt lagaumhverfi urðunar. Litið var á aðstöðu fjögurra stærstu urðunarstaðanna á Íslandi með því að fá svör hjá þeim um uppbyggingu og rekstur þeirra með tilliti til krafa sem til þeirra eru gerðar í reglugerð um urðun úrgangs nr. 738/2003. Þessir staðir eru á Álfsnesi, í Kirkjuferjuhjáleigu, í Glerárdal og á Fíflholti. Niðurstöður benda til þess að íslenskir urðunarstaðir uppfylla lagalegar kröfur að miklu leyti og því má álykta að aðstaðan til urðunar sé góð á Íslandi. Mengun í sigvatni frá stöðunum hefur ekki mælst yfir mörk starfsleyfanna, en verulega vantar upp á skilgreind viðmiðunarmörk styrks þeirra efna sem fara út í umhverfið. Allmikið er um hauggaslosun frá stöðunum, en Sorpa bs. á Álfsnesi er eina fyrirtækið sem safnar og nýtir gasið. Enginn staður uppfyllir að fullu kröfur um móttöku úrgangs. Urðun mun einungis halda áfram á Álfsnesi og Fíflholti eftir árið 2009. Urðunarstaðurinn í Kirkjuferjuhjáleigu verður lokað 1. desember 2009. Þá verður blandaður úrgangur sem ekki er flokkaður til endurvinnslu ekið til urðunar í Álfsnesi. Um nokkurra ára skeið hefur staðið yfir leit að svæði fyrir nýjan urðunarstað í Eyjafirði, en ákveðið hefur verið að loka núverandi urðunarstað í Glerárdal innan 1–3 ára. Séð er fram á mjög mikið og kostnaðarsamt starf til þess að öll reglugerðarákvæði verði uppfyllt, ásamt því að ábyrgð framleiðenda verði þá hert til muna. Að aðlagast nýjum kröfum af þessu tagi tekur tíma, en Ísland er þó vel á veg komið með það.

Samþykkt: 
  • 17.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16523


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2009_BS_Berglind_Osk_Th_Thorolfsdottir.pdf859.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna