is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16527

Titill: 
  • Húsnæðismarkaðurinn á Akureyri: Samanburður við höfuðborgarsvæðið
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Höfuðborgarsvæðið hefur náð þeirri stærð að staðsetning er farin að skipta verulegu máli fyrir húsnæðisverð. Miðbærinn hefur orðið eftirsóknarverðari staður til búsetu og þar hefur húsnæðisverð hækkað hlutfallslega mest síðasta áratug.
    Markmið þessarar rannsóknar er að komast að því hvort miðlæg staðsetning sé einnig farin að skipta máli fyrir húsnæðisverð á Akureyri eða hvort aðrir þættir líkt og byggingarár skipti frekar máli.
    Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri er leiðrétt fyrir ýmsum gæðaþáttum með OLS aðhvarfsgreiningu. Notast er við breytur úr öllum kaupsamningum, frá Þjóðská Íslands, frá júní 2006 og út árið 2012. Til þess að meta áhrif staðsetningar var fjarlægð frá miðpunkti og inn í tiltekin hverfi eða götur fundin með mælingum Borgarvefsjár og ja.is.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að staðsetning hefur ekki marktæk áhrif á húsnæðisverð á Akureyri á meðan húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu lækkar um 1,3% þegar fjarlægð frá miðpunkti eykst um 10%. Hins vegar skiptir byggingarár miklu fyrir fasteignasverð á Akureyri en fasteignir þar nyrðra lækka að meðaltali um 0,5% fyrir hvert ár sem líður frá byggingarári. Því eru fasteignir í nýjum úthverfum bæjarins dýrari en þær eldri sem staðsettar eru miðsvæðis. Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu lækkar að meðaltali um 0,4% fyrir hvert ár sem líður frá byggingarári. Gríðarlegar byggingarframkvæmdir sem fóru af stað eftir árið 2005 skýra þá þróun en fyrir þann tíma töldust eldri fasteignir verðmætari en nýrri.
    Ofangreindar niðurstöður gefa til kynna að Akureyri hafi ekki náð þeirri stærð að staðsetning sé farin að skipta máli fyrir húsnæðisverð. Ferðatími er enn stuttur þrátt fyrir útþenslu bæjarins síðastliðna áratugi. Auk þess er atvinnustarfsemi dreifð og ekki einungis bundin við miðbæinn. Mörg iðnaðarfyrirtæki eru til að mynda starfrækt við jaðra byggðarinnar.

Samþykkt: 
  • 18.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16527


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga_Maria_ritgerd.pdf5.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna