is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16534

Titill: 
  • Staða þekkingarstjórnunar og upplýsingaflæðis innan stjórnsýslusviðs Kópavogsbæjar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er staða mála könnuð gagnvart þekkingarstjórnun skv. greiningar¬tækni sem lýst er í bókinni The Knowledge Management fieldbook eftir þær Wendi R. Bukowitz og Ruth L. Williams. Unnið er með stjórnsýslusviði Kópavogsbæjar.
    Markmið greiningarinnar er að kortleggja það viðhorf og þau vinnubrögð sem eru ríkjandi gagnvart upplýsingamiðlun og þekkingar¬stjórnun út frá sýn þátttakenda. Stjórnsýslusvið Kópavogsbæjar er stoðsvið annarra sviða með rúmlega 40 starfsmenn, sem þjónar bæði bæjarbúum og starfsmönnum bæjarins sem að meðaltali eru um 2.800.
    Þar sem þekkingu verður ekki stjórnað nema að litlu leyti er lagt af stað með þá spurningu hvort stjórnendur séu að nýta þekkingu starfsmanna sinna til að bæta reksturinn og hvort þeir séu að skapa aðstæður fyrir upplýsingamiðlun á milli starfsmanna. Hvaða áhrif hefur innanhúsmenningin á þekkingar- og upplýsinga¬miðlun. Ýtir hún undir eða dregur úr miðlun?
    Sú greining sem hér var unnin hefur bæði verið eigindleg og megindleg í eðli sínu. Hún var að öllu leyti unnin úr umræðum frá rýnihópum og verkefnum sem unnin voru á þeim fundum, fyrir utan upphaflega spurningalistann sem lagður var fyrir í mars 2012. Vinnu lauk í apríl 2013 en þá voru 24 samráðsfundir rýnihópanna að baki og tvær kynningar á almennum starfsmanna¬fundum. Niðurstaða greiningarinnar leiddi í ljós mikla þörf starfsmanna fyrir meiri og opnari tengsl við samstarfsmenn sína, bætta félagslega upplifun með samstarfs¬mönnum og opnara upplýsingaflæði frá yfirmönnum.
    Svör við rannsóknarspurningum eru neikvæð og mikil vinna framundan á stjórnsýslusviði við að breyta viðhorfum og bæta vinnubrögð ef takast á að virkja þann auð sem býr með starfsmönnum á hverjum tíma, starfs¬mönnunum sjálfum og vinnustaðnum til góða.
    í nýrri rannsókn Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð, er viðhorf almennings og stjórnenda til samfélagsábyrgðar íslenskra fyrirtækja kannað. Niðurstöðurnar gefa til kynna að stór hluti almennings telur fyrirtæki ekki axla ábyrgð sína, að stærra hlutfall stjórnenda en almennings telji fyrirtækin standa sig vel.
    Rannsóknarniðurstaða Festi ber saman við greiningarniðurstöðuna sem hér hefur verið unnin að því leiti að í ljós kemur munur á viðhorfum stjórnenda fyrirtækja og annarra sem að máli koma. Hversvegna viðhorfin eru svona misvísandi er ekki þekkt og því rík ástæða til nánari rannsókna á sviði þekkingarstjórnunar og upplýsingamiðlunar.
    Tími aðferða við rekstur og stjórnun fyrirtækja sem tilheyra „Stjórnun 1,0“ er liðinn og tími nýrra aðferða runnin upp með breyttum vinnubrögðum og nýjum viðhorfum sem tilheyra „Stjórnun 2.0“ (Hamel, 2009).

Athugasemdir: 
  • Aðgangur lokaðar í eitt ár (til 18.9.2014) vegna greinaskrifa. Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokunina.
Samþykkt: 
  • 18.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16534


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf2.98 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna