is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16551

Titill: 
  • Skuldatryggingaálag íslenska ríkisins: Þróun álagsins og tengsl við ávöxtunarkröfu á skuldabréfaútgáfum ríkissjóðs
  • Titill er á ensku The Icelandic Credit Default Swap Spread: Comparison with yields on Icelandic sovereign debt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er skuldatryggingaálag íslenska ríkisins og tengsl þess við ávöxtunarkröfu á skuldabréfaútgáfum ríkissjóðs og lánshæfismat matsfyrirtækja. Þróun skuldatryggingaálags ríkisins er rakin frá byrjun árs 2008 fram á mitt ár 2013.
    Lauslega er farið fræðilega yfir lánstraust og gjaldfall, og farið er yfir þróun skuldastöðu ríkissjóðs og vergrar landsframleiðslu.
    Skuldabréf sem ríkissjóður gaf út í júní 2011 er skoðað sérstaklega og ávöxtunarkrafa þess borin saman við skuldatryggingaálag ríkissjóðs. Mikil fylgni var á milli breytinga á ávöxtunarkröfu skuldabréfsins og breytinga á skuldatryggingaálaginu. Til að komast að því hvort orsakasamhengi væri þar á milli var framkvæmt Granger-orsakapróf (e. Granger-causality test) sem skilaði mjög áhugaverðri niðurstöðu. Tilgátupróf skilaði þeirri niðurstöðu að einhliða Granger-orsakasamhengi (e. unidirectional Granger-causality) er til staðar, skuldatryggingaálag ríkissjóðs Granger-orsakar (e. Granger-causes) ávöxtunarkröfu skuldabréfs ríkissjóðs sem gefið var út í júní 2011. Af þessu má draga þá ályktun að markaður með skuldatryggingar bregðist fyrr við upplýsingum en markaður með skuldabréf og að tillit ætti að taka til fyrri gilda skuldatryggingaálags þegar spáð er fyrir um breytingar á skuldabréfamarkaði. Þessi niðurstaða er í samræmi við almennar niðurstöður um afleiðu- og stundarmarkaði (e. spot-markets).
    Þróun lánshæfismats matsfyrirtækja á ríkissjóði frá byrjun árs 2008 var skoðuð ítarlega og borin saman við skuldatryggingaálag ríkisins. Lítil leitni var á stefnu breytinga skuldatryggingaálags fyrir og eftir neikvæðar og jákvæðar breytingar lánshæfis á tímabilinu. Því telur höfundur ekki réttmætt að álykta, miðað við fyrirliggjandi gögn, að lánshæfismatsbreytingar hafi áhrif á skuldatryggingaálag ríkissjóðs eða öfugt.

Samþykkt: 
  • 20.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16551


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frímann_Guðmundsson_BS.pdf961.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna