is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16562

Titill: 
  • Kvikmyndahúsið þitt! Hvernig á góð upplifun í kvikmyndahúsi að vera?
  • Titill er á ensku Your movie theater! How would you define a good experience in a movie theater?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gæði kvikmyndahúsa hafa stöðugt verið að aukast og hafa tekið miklum framförum á síðustu áratugum. Bæði hefur samkeppni á markaðnum aukist gríðarlega sem og kröfur viðskiptavina. Ferð í kvikmyndahús felur í sér meira en að fara að sjá góða kvikmynd, það er jafnframt félagsleg athöfn og þar er notið ákveðinnar þjónustu. Þegar fólk velur kvikmynd og kvikmyndahús fer ákveðið upprifjunarferli í gang: Hvernig var síðasta upplifun þegar viðkomandi fór í kvikmyndahús? Naut hann góðrar þjónustu eða varð hann fyrir vonbrigðum með hana? Hafði það gerst áður í því húsi? Hvert vill viðskiptavinurinn fara næst? Farið er í gegnum ýmsar kenningar hvað varðar þjónustu og kauphegðun.
    Lagt var upp með megindlega rannsókn og notast var við hentugleikaúrtak en alls bárust 316 svör. Af þeim sem tóku þátt sækja 97,7% kvikmyndahús einu sinni á ári eða oftar. Rannsókninni var ætlað að leiða í ljós hvað skiptir kvikmyndagesti mestu máli við val á kvikmyndahúsi, hvað varðar gæði húsa, þjónustu og heildarupplifun. Jafnframt að fá þátttakendur til að koma með tillögur og/eða hugmyndir að úrbótum bæði hvað varðar þjónustustig og gæði kvikmyndahúsa.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að Smárabíó er vinsælasta kvikmyndahúsið á höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendur töldu almennt að gæði húsa og þjónusta skipti miklu máli við val á kvikmyndahúsi. Þegar spurt var um hvað kvikmyndahúsin mættu gera betur var oftast nefnt að lækka mætti miðaverð. Jafnframt kom fram þegar spurt var um fyrsta val á sýningartíma að 21.00 var sá tími sem var oftast valinn en sjaldgæft er að myndir séu sýndar á þeim tíma í dag.

Samþykkt: 
  • 20.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16562


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karl_Otto_Schioth_BS.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna