is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16563

Titill: 
  • Starfshvatning: Mismunandi áherslur fyrir mismunandi stéttir
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar rannsóknar er að reyna að komast að raun um hvort sömu lögmál gilda um hvatningu hjá öllum stéttum, hvort starfsmenn mismunandi fyrirtækja hafa sömu forgangsröðun þegar að hvatningu kemur. Einnig voru undirmarkmið að skoða mismunandi afstöðu stjórnenda til hvatningar starfsmanna og að athuga hvort munur væri á hvatningu eftir kyni, aldri, menntun eða tekjum þeirra sem þátt tóku. Í þessu skyni var magnbundinn spurningalisti lagður fyrir starfsmenn þriggja fyrirtækja, í heild um 1.300 manna úrtak. Fyrirtækin sem tóku þátt í rannsókninni voru eitt tæknifyrirtæki, ein heilbrigðisstofnun og eitt fyrirtæki í fjármálageiranum. Helstu niðurstöður voru þær að verulegur munur virðist vera á milli fyrirtækja í því hversu vel stjórnendur þeirra vita hvað hvetur starfsmenn þeirra. Mjög lítill marktækur munur kemur fram á milli lýðfræðilegra hópa innan fyrirtækjanna á því hvað mest hvetur þá. Einungis kemur fram marktækur munur á áliti starfsmanna fjármálafyrirtækisins á launum sem hvatningu. Verulegur og marktækur munur er hinsvegar á milli fyrirtækjanna allra á því hvað hvetur starfsmenn mest. Starfsmenn tæknifyrirtækisins hvetjast mest af innri þáttum en ytri hvatning er efst á blaði hjá fjármálastarfsmönnum. Stjórnendur geta því ekki litið til almennra rannsókna á hvatningu til að komast að raun um hvað hentar best á þeirra vinnustað. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að áherslan þurfi að vera á sértækar rannsóknir fyrir hvern geira atvinnulífsins, jafnvel innan hvers fyrirtækis.

Samþykkt: 
  • 20.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16563


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-ritg - lokaútg. m. fors..pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna