is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16564

Titill: 
  • Vaxtabótakerfið á árunum 2006-2012
  • Titill er á ensku Private housing benefits in Iceland in the years 2006-2012
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um þróun niðurgreiðslu vaxta af íbúðalánum í gegnum skattkerfið. Sérstaklega er fjallað um vaxtabótakerfið á árunum 2006-2012 og leitað svara við því hvernig stuðningur ríkisins við íbúðareigendur var á þeim tíma. Byrjað verður á að gera grein fyrir skattlagningu og niðurgreiðslu vaxta frá gildistöku fyrstu almennu tekju- og eignarskattslaganna þar til vaxtabótakerfið var tekið upp. Þá verður fjallað um það hvernig breytingar á íbúðalánamarkaðnum árið 2004 og efnahagshrunið árið 2008 snertu vaxtabótakerfið. Farið verður yfir hvernig vaxtabætur eru ákvarðaðar og verður þróun á reikniforsendum á árunum 2006-2013 skoðuð. Heildargreiðslur vaxtabóta á álagningarárunum 2006-2012 verða einnig skoðaðar ásamt vaxtagjöldum og ráðstöfunartekjum heimilanna á þeim tíma. Þá verður fjallað um álitamál tengd vaxtabótakerfinu áður en niðurstöður eru teknar saman. Talnagögn voru fengin frá Ríkisskattstjóra og Hagstofu Íslands.
    Helstu niðurstöður eru þær að vaxtabætur voru hækkandi hlutfall af vaxtagjöldum frá árinu 2006 og stuðningur ríkisins við íbúðareigendur jókst þar til hann náði hámarki á álagningarárinu 2011. Auknar vaxtaniðurgreiðslur á síðustu árum urðu til þess að minnka skuldabyrði heimilanna verulega en að teknu tilliti til vaxtabóta var hlutfall vaxtagjalda vegna íbúðalána af ráðstöfunartekjum heimilanna árið 2011 svipað og það hafði verið árið 2007. Þessar auknu vaxtaniðurgreiðslur beindust sérstaklega að fólki með lágar og miðlungstekjur og gera má ráð fyrir að þær hafi rétt stöðu margra í þeim hópi.

Samþykkt: 
  • 20.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16564


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Asdis_Ella_Jonsdottir_BS.pdf817.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna