is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16566

Titill: 
  • Lífeyrissjóðir og afleiðuviðskipti
  • Titill er á ensku Pension funds and derivatives trading
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Afleiðusamningar hafa aukið vinsældir sínar á undangengnum árum sérstaklega vegna þess hversu vel þeir geta reynst fjárfestum við að draga úr áhættu. Ekki eru þó allir sammála um hversu góðir afleiðusamningar eru. Einn þekktasti fjárfestir heims, Warren Buffett, talaði um afleiðusamninga sem „gereyðingavopn“ (e. weapons of mass destruction) fyrir fjármálamarkaðinn. Í kjölfarið vaknaði áhugi höfundar á afleiðusamningum og notkun þeirra hjá lífeyrissjóðum. Hversu vænlegur fjárfestingarkostur eru afleiðusamningar fyrir lífeyrissjóði?
    Skoðað var hvað afleiður eru og í hvaða tilgangi þær hafa verið notaðar. Þá var aflað upplýsinga um hvernig áhætta er skilgreind, hvað afleiður eru, hvernig þær eru notaðar í áhættustýringu, hvaða heimildir lífeyrissjóðir hafa samkvæmt lögum til notkunar á þeim ásamt því að kanna hver reynsla fagfjárfesta og lífeyrissjóða er af afleiðusamningum.
    Notast var við skýrslu úttektarnefndar Landssamtaka lífeyrissjóða til upplýsingaöflunar varðandi starfsemi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008. Einnig var stuðst við ýmsar upplýsingar af veraldarvefnum, skýrslum og bókum.
    Reynsla fjárfesta af afleiðusamningum er bæði góð og slæm. Þær eru gott stjórntæki sem fjárfestar geta notað til að draga úr áhættu en eiga enn langt í land varðandi áreiðanleika og öryggi. Það eru ekki afleiðurnar sem eru vandamálið heldur hvernig þær eru notaðar.
    Reynst getur vafamál hvort skuldavafningar og strúktúrar dragi úr áhættu lífeyrissjóða. Einnig hefur verið umdeilt þegar lífeyrissjóðir hafa fjárfest í vogunarsjóðum. Skoða mætti betur hvort það sé æskilegt fyrir lífeyrissjóði að hafa þessar fjárfestingar sem möguleika á meðan lög um lífeyrissjóði eru óbreytt.
    Lífeyrissjóðir eru langtímafjárfestar þar sem flestar skuldbindingar þeirra eru til langs tíma. Með það í huga virðist vera lítill tilgangur í að verja erlendar eignir þeirra gegn skammtímasveiflum gjaldmiðla.
    Svo virðist sem sumir lífeyrissjóðir hafi farið óvarlega í afleiðuviðskiptum sínum og ekki gert sér nægjanlega grein fyrir hvernig staða bankanna var árið 2007. Ef lífeyrissjóðir hyggjast nota afleiðusamninga í framtíðinni, þá sérstaklega til gjaldmiðlavarna, er mikilvægt að sérfræðingar með mikla reynslu og góða þekkingu á afleiðum sjái um að hanna samningana. Þeir þurfa að innihalda ítarlega skilmála og fylgjast verður vel með þeim. Að lokum þurfa lífeyrissjóðir að fullvissa sig um að afleiðusamningar þeirra uppfylli þau lagaskilyrði, að nota þá einungis í þeim tilgangi að draga úr áhættu. Ef öllum þessum skilyrðum er fylgt eftir geta afleiður verið vænlegur fjárfestingarkostur fyrir lífeyrissjóði.

Samþykkt: 
  • 20.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16566


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristjan_Einarsson_BS.pdf502.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna