is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16572

Titill: 
  • Stefnumótun Sporthússins
  • Titill er á ensku The Strategic Planning of Sporthúsið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar ritgerðar er að reyna að varpa ljósi á það hvernig stefna er mótuð ásamt því að fara ítarlega í stefnumótun Sporthússins. Stefnumótun er mikilvægur hlekkur í starfsemi fyrirtækja þar sem markmið þeirra er að styrkja stöðu þeirra á markaðnum og hámarka hagnað.
    Ein af meginástæðum þess að höfundur valdi að skrifa um stefnumótun Sporthússins er sú að fyrirtækið hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar og vaxið mikið á undanförnum árum. Vaknaði því áhugi á að athuga hvort stjórnendur þess vinni eftir ákveðnu ferli þegar kemur að því að setja sér markmið og stefnu.
    Rætt var við Þröst Jónsson, annan eiganda Sporthússins. Meirihluti þeirra upplýsinga sem fram koma í þessarri ritgerð eru fengnar úr því viðtali þó aðrar heimildir skipi einnig stóran sess.
    Ritgerðinni er skipt í fjóra hluta. Í upphafi hennar eru líkamsræktarstöðvar á Íslandi almennt skoðaðar. Í öðrum hluta er stefnumótun Sporthússins skoðuð. Þar á eftir er lýsing á því hvað stefnumótun er og hvaða tilgangi hún þjónar innan fyrirtækisins. Skoðuð eru þau greiningartæki sem notuð eru þegar móta á stefnu. Loks er sýnt hvernig PESTEL greining, Fimmkraftalíkan Porters og SVÓT greining hjálpa stjórnendum við mótun á stefnu fyrirtækja.

Samþykkt: 
  • 20.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16572


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Isold_Einarsdottir.pdf807.39 kBLokaður til...31.12.2133HeildartextiPDF