is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16607

Titill: 
  • Umræður sem hluti af stærðfræðikennslu í grunnskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lagt er upp með þær spurningar hvernig megi koma á stærðfræðilegum umræðum í kennslustofunni, hvert hlutverk kennara í umræðum í stærðfræðikennslu sé og hvort námsefni sem nemendur á unglingastigi nota bjóði upp á stærðfræðilegar umræður.
    Greint er frá félagslegri hugsmíðahyggju og fjölgreindarkenningu Howards Gardners og hvernig þær tengjast umræðum í stærðfræðikennslu. Ég skoða hvað Aðalnámskrá grunnskóla segir um tungumál stærðfræðinnar og umræður. Því næst er fjallað um mismunandi gerðir umræðna, af hverju umræður eru mikilvægar í kennslustund og hvernig kennarar geta breytt þeim venjum sem komið hefur verið á í bekkjum til þess að hvetja til góðra stærðfræðilegra umræðna. Niðurstöðurnar eru þær að til þess að koma á umræðuaðferðum í stærðfræðikennslu þarf að breyta þeim venjum og viðmiðum sem sett hafa verið í bekknum og gegnir kennarinn þar stóru hlutverki. Annað mikilvægt hlutverk kennarans í umræðum er að spyrja spurninga og þarf hann að vita hvers konar spurninga hann á að spyrja. Námsefni sem notað er á unglingastigi styður vel við umræðuaðferðir og kennarar geta notað það til stuðnings.

Samþykkt: 
  • 23.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16607


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BachelorElfa.pdf468.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna