is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16628

Titill: 
  • Aðstaða og úrræði fyrir ADHD nemendur í framhaldsskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaritgerð til B.ed prófs í kennarafræðum og fjallar um stöðu barna og
    ungmenna sem greinst hafa með ADHD og hvaða þjónusta bíður þeirra á skólastigunum
    þrem, leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Fjallað er um hversu skólakerfið er oft illa í
    stakk búið varðandi þjónustu við þennan tiltekna nemendahóp. Hver skóli kemur sér upp
    eigin bjargráðum undir stjórn skólastjórnenda, sérkennara og þroskaþjálfa auk þess sem
    námsráðgjafi er í flestum skólum. Í Reykjavík geta skólar leitað eftir sérfræðiþjónustu á
    svo kölluðum þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Utan Reykjavíkur geta skólar leitað til
    skólaskrifstofu viðkomandi sveitarfélags eftir slíkri aðstoð.
    Höfundur ritgerðarinnar tók viðtal við mismunandi fagaðila, annarsvegar var það við
    sérfræðing innan skólaþjónustunnar og náms- og kennslustjóra í grunnskóla. Markmið
    viðtalanna var að átta sig á því ferli og þeim úrræðum sem bjóðast í leik- og grunnskólum
    eftir að greining liggur fyrir. Hins vegar var tekið viðtal við þrjá námsráðgjafa
    framhaldskóla, valda af handahófi, til að fræðast um helstu úrræði og aðstöðu sem í boði
    er fyrir ADHD nemendur á framhaldskólastigi.
    Orsakir ADHD eru líffræðilegar og má að mestu leiti rekja til erfða, algerlega óháð greind.
    Röskunin veldur verulegri truflun á lífi og umhverfi þeirra sem greinast með ADHD og
    margir hverjir þurfa mikla aðstoð í námi auk lyfjagjafar og sálfræðilegrar meðferðar. Talið
    er að eitt af hverjum tíu börnum og unglingum sé með ADHD og einn af hverjum 20 meðal
    fullorðinna (Gísli Baldursson, Páll Magnússon, H.Magnús Haraldsson og Matthías
    Halldórsson, 2012). Fylgikvillar eru mjög algengir og 50-70% þeirra sem greinast með
    ADHD glíma einnig við annan sálrænan vanda (Ingibjörg Karlsdóttir, 2012).
    Lyf og sálfræðileg meðferð virðist aðeins skila tilætluðum árangri meðan á henni stendur.
    Hamlandi áhrif einkenna ADHD og fylgikvilla röskunarinnar fylgja mörgum hverjum á
    unglings- og fullorðinsárum. Þjónustuúrræði og kennsluaðstæður innan skólanna skipta
    sköpum um gengi ADHD nemenda og framtíð þeirra innan skólakerfisins. Foreldrar,
    kennarar og annað starfsfólk þarf að fá haldgóðar upplýsingar og fræðslu um hvernig eigi
    að takast á við ADHD. Aukin vitneskja og samstarf heimilis og skóla eykur líkur á góðum
    námsárangri.

Samþykkt: 
  • 23.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16628


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jónas B Edritgerðinnýtt 1.pdf606.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna