is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16631

Titill: 
  • Hvers vegna er mikilvægt að kenna trúarbragðafræði á tímum fjölmenningar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni mitt til B.Ed prófs í grunnskólakennarafræði á Menntavísindasviði við Háskóla Íslands. Hún fjallar um hvers vegna það sé mikilvægt
    að kenna trúarbragðafræði í skólum á tímum fjölmenningar.
    Síðustu ár hefur innflytjendum með ólíka menningarheima fjölgað á Íslandi.
    Hætta er á fordómum og vanþekkingu gagnvart þessum hópum og er því mikilvægt að skólinn fræði nemendur um ólíka menningarheima og trúarbrögð. Með því er hægt að stuðla að gagnkvæmu umburðarlyndi og virðingu.
    Trúarbragðafræði hefur verið umdeild undanfarin ár, sérstaklega meðan hún var enn kölluð kristinfræði. Árið 2007 var haldin ráðstefna á Spáni um hvernig best væri að kenna um trúarbrögð og voru niðurstöður hennar þær að það sé mikilvægt að kenna nemendum um trú og trúarbrögð til þess að nemendur geti virt rétt fólks til
    að hafa aðrar trúar og pólitískar skoðanir og til að draga úr átökum sem byggðar eru á skilningsleysi. Nemandinn á að hafa faglega þekkingu á mannréttindum og trúfrelsi.
    Árið 2013 kom út ný Aðalnámskrá þar sem kemur fram að nemandinn þurfi að hafa skilning á þessum málum en til þess að kennarinn geti frætt nemendur um þessi mál á hlutlausan hátt þá er mikilvægt að hann hafi reynslu á að kenna um trúarbrögð þar sem hann þarf að vera hlutlaus og vekja áhuga og skilning nemenda á
    efninu.

Samþykkt: 
  • 24.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16631


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-Final.pdf437.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna