is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16637

Titill: 
  • Að leika á als oddi : greinagerð með orðahandbók : handverkfæri í hönnun og smíði
  • Að leika á als oddi : handverkfæri í hönnun og smíði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi greinargerð er lokaverkefni höfundar til B.Ed. prófs á grunnskólakennarabraut við kennaradeild Háskóla Íslands. Með greinargerðinni fylgir orðabók, sem nýtast á við kennslu í námsgreininni hönnun og smíði sem og í öðrum handverksgreinum. Orðabókin fjallar um smíðaverkfæri og notkun þeirra. Heiti verkfæranna eru þýdd á sjö erlend tungumál til að auðvelda innflytjendum og tvítyngdum nemendum að læra heiti þeirra og skilja hvernig þau virka. Jafnframt er orðabókinni ætlað að auðvelda innflytjendum að aðlagast nýjum aðstæðum og vera vingjarnleg nálgun í kennslu. Gott getur verið að grípa til slíkra handbóka við upphaf kennslu bæði við innlagnir nýrra verkefna og verkfæra. Þá geta nemendur séð mynd af verkfærinu og lesið heiti þess á sjö tungumálum. Þeir geta því um leið bætt orðaforða sinn í íslensku sem og öðrum tungumálum, hvort sem um er að ræða nemendur með íslensku að móðurmáli eða nýbúa, sem tala erlent tungumál. Með hverju verkfæri í handbókinni fylgir stuttur skýringartexti, sem útskýrir hlutverk þess, auk mynda. Þannig getur námsgreinin hönnun og smíði orðið nokkurs konar griðastaður fyrir nýbúa á meðan þeir eru að aðlagast íslenskum skóla og menningu. Megin innihald bókarinnar er þó á íslensku og sýnir jafnframt algengustu beygingar orða og notkun þeirra. Með orðabókinni getur nemandinn lært ný hugtök og aukið þannig færni sína í málinu í gegnum skapandi skólastarf í hönnun og smíði (Aðalnámskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins, 2011).

Samþykkt: 
  • 24.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16637


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Finnur_lokarigerd.pdf639.35 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Finnur_ordabok.pdf35.51 MBOpinnOrðahandbókPDFSkoða/Opna