is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16642

Titill: 
  • Stærðfræðikennsla í Finnlandi : hvaða leiðum beita Finnar við stærðfræðikennslu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er finnska skólakerfið rannsakað frá ýmsum hliðum. Stærðfræðikennsla í finnskum grunnskólum er skoðuð náið sem og uppbygging hennar. Litið verður á námsumhverfið í skólum landsins sem er mikilvægur þáttur í námi og kennslu grunnskólanemenda. Kennaramenntun verður skoðuð og þær leiðir sem í boði eru sérstaklega í stærðfræðimenntun. Nauðsynlegt er að kynna sér samfélag þess lands sem rannsakað er og nokkur gaumur verður gefinn að sögu og uppbyggingu lands og þjóðar. Markmiðið með ritgerðinni er að kynna þær leiðir sem Finnar fara við stærðfræðikennslu og hvernig þeir hafa á undanförnum árum markvisst og skipulega byggt upp stærðfræðimenntun í landinu á öllum sviðum.
    Niðurstöður ritgerðinnar eru þær að þegar sú ákvörðun er tekin fyrir um tuttugu árum að færa skólana frá ríkinu til sveitafélaganna og miðstýringu skólakerfisins er hætt þá verða vatnaskil. Kennararnir taka þátt í gerð aðalnámskráar stefnur og áherslur breytast bæði í stærðfræði sem og öðrum fögum. Kennarar fá meira frelsi til að sinna sínu starfi eins og val á kennsluefni og námsmatsaðferðum. Kennaramenntun í landinu eflist í takti við nýja stefnur og strauma og staða hennar er mjög sterk í Finnlandi.
    Ritgerðin ætti að varpa ljósi á uppbyggingu finnska skólakerfisins og hvaða leiðum þeir beita við stærðfræðikennslu. Einnig varpar hún ljósi á sterka stöðu Finna í stærðfræðimenntun í alþjóðasamfélaginu og það hvernig Finnar komust á þann stað sem þeir eru núna en árangur þeirra í alþjóðlegum könnunum er eftirtektarverður.

Samþykkt: 
  • 24.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16642


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed - Guðmundur.pdf537.54 kBLokaðurHeildartextiPDF