is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16659

Titill: 
  • Þróun lestrar hjá börnum fjögurra til tíu ára : hvernig birtist sú þróun í umhverfi þeirra í námi og leik?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vorið 2013 luku 26 nemar í grunnskólakennarafræði skapandi hópverkefni til B.Ed.-prófs með áherslu á samvinnu og skapandi vinnubrögð. Hópurinn ákvað að fást við þverfaglegt nám og námsefni og læsi í víðum skilningi. Undirhópar skiluðu fimm verkefnum sem mynduðu sýningarheild á Menntavísindasviði 19. apríl 2013. Hverju verkefni fylgir skýrsla þar sem lýst er fræðagrunni og hvernig skapað var út frá honum. Skapandi hópverkefni er birt í heild sinni á http://skrif.hi.is/skapandihopverkefniBEd
    Viðfangsefni okkar var að skoða hvernig lestur þróast hjá börnum fjögurra til tíu ára og hvernig sú þróun birtist í umhverfi barna í námi og leik fyrstu árin. Leitast var við að sýna þessa þróun á skapandi hátt í formi skuggaleikhúss sem var tekið upp og sýnt sem stuttmynd. Skuggaleikhúsið er saga af barni sem fjallar um daglegt líf þess í samspili við umhverfið. Sagan segir frá barni heima við, í leikskóla og á fyrstu árum þess í grunnskóla.
    Við skoðuðum vel hvað börn eru að fást við á hverju skeiði fyrir sig og völdum þá þætti sem eru mikilvægir fyrir þróun lestrar. Einnig skoðuðum við hvernig nánasta umhverfi barna og námsgreinarnar stærðfræði og náttúrufræði hafa áhrif á orðaforða og hugtakaskilning barna á þessum aldri.

Samþykkt: 
  • 24.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16659


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Veggspjold.pdf176.75 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Throun lestrar.pdf213.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna