ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16669

Titill

Upplýsingatæknig og samþætting

Skilað
Maí 2013
Útdráttur

Þessi ritgerð inniheldur könnun og úrvinnslu hennar sem gerð var í þremur grunnskólum í Kópavogi, Salaskóla, Snælandsskóla og Kársnesskóla. Í henni var kannað hvort og hvernig samþættingu almennra námsgreina við upplýsingatækni væri háttað í skólunum. Skoðað var hvort um markvissa samþættingu við upplýsingatækni væri að ræða. Samvinna á milli kennara var skoðuð og hún borin saman á milli skóla og skólastiga. Framkvæmd könnunarinnar var þannig að sendir voru út rafrænir spurningalistar til allra kennara skólanna. Til að fá betri sýn á hvernig kennslan væri útfærð sem og aðstæður í skólunum voru tekin stutt viðtöl við einn upplýsinga-tæknikennara í hverjum skóla.
Niðurstöðurnar benda til þess að almennt sé frekar mikið um samþættingu almennra námsgreina við upplýsingatækni í skólunum þremur. Það vantar þó meiri fjölbreytni í samþættinguna og má til dæmis nefna að enginn af skólunum þremur er með almenna kennslu í vefsmíðum, hljóðvinnslu eða stuttmyndagerð. Þó að kennarar samþætti almennar námsgreinar við upplýsingatækni virðist ekki vera mikið um samvinnu þeirra á milli varðandi samþættinguna. Samvinna við upplýsingatæknikennara er mjög mismunandi eftir skólum.

Samþykkt
25.9.2013


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Upplýsingatækni og... .pdf1,75MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna