is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1667

Titill: 
  • Að gera nemendur að betri manneskjum : með SMT, Love and Logic eða uppbygginguarstefnuna að leiðarljósi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Í mörgum skólum er verið að taka upp stefnur sem taka á aga og bæta siðgæðisþroska nemenda. Þessi ritgerð er hugsuð sem kynning á þremur af þeim fjölmörgu stefnum sem skólar hafa möguleika á að tileinka sér og vinna út frá. Stefnurnar taka á mörgum þáttum sem varða samskipti og hvernig við hugsum.
    Bekkjarstjórnun reynist kennurum oft erfið. Kenningar í hugrænni sálarfræði geta hjálpað. Kenning Piaget var sú að siðgæðisþroskinn yrði í tveimur þrepum og byggir kenning Kohlbergs á henni en er öllu viðameiri. Kenningar Bandura fjalla um samspil umhverfis, hegðunar og starfsemi hugans.
    Kennurum finnst börn þurfa einhverskonar kennslu í siðferðislegum gildum en hægt er að gera það á tvo vegu, með skapgerðarmótun eða kennslu í dygðum. SMT er stefna sem byggir á skólareglum sem taka til alls skólans og umbunum sem nemendur fá fyrir góða hegðun. Love and Logic er önnur stefna og felst hún í samtalstækni við nemendur sem kennir þeim að taka sjálfir á sínum vandamálum. Stefnan byggist á því að sýna nemendum samúð og leiða þá áfram að lausn vandamála með spurningum. Þriðja stefnan er Uppbyggingarstefnan og byggir hún á samtalstækni sem miðar að því að efla sjálfstraust nemenda og hjálpa þeim að leysa sjálfir úr vandamálum sínum. Sá sem stundar uppbyggingu byrjar á því að segja þeim sem braut af sér að enginn eða lítill skaði sé skeður. Í samanburði stendur SMT dálítið sér á báti gagnvart hinum tveimur stefnunum. Á meðan Uppbyggingarstefnan og Love and Logic byggjast að mestu á samtalstækni þá byggir SMT á reglum. Allar tengjast stefnurnar inn á kenningar sálfræðinga um siðgæðisþroska.
    Abstract: In many schools, policies that deal with discipline and add to moral development of students are being implemented. This thesis is an introduction to three of the many policies that schools can adopt and implement. These policies consider many issues regarding communication and how we think.
    Classroom management can often be difficult for teachers. Theories in cognitive psychology can help them. Piaget’s theory was that moral development came in two steps and Kohlberg based his theory on Piaget’ but it is somewhat more complex. Bandura’s theories are about how environment, behaviour and the mind work together.
    Teachers believe that children need some kind of education in morality and there are two ways to do that, through character education or teaching moral values. SMT is a policy that is based on school rules and rewards that students get for good behaviour. Love and Logic is another policy that is based on communication between teacher and student, and teaches students to deal with their own problems by themselves. The policy is based on showing students sympathy and helping them to come to their own conclusion through questioning. The third policy, Restitution, is based on communication skills and it‘s goal is to evolve student self-esteem and to help them solving their own problems. The person that uses Restitution begins with telling the one that did something wrong that none or little harm is done. Of these three, SMT is somewhat distinctive. While Restitution and Love and Logic are mostly build on communication skills then SMT is build on rules. All of the policies are based on psychological theories regarding moral development.

Samþykkt: 
  • 14.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1667


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ad gera nemendur ad betri manneskjum.pdf274.4 kBOpinnÖll ritgerðinPDFSkoða/Opna