is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16680

Titill: 
  • Umhverfi íslenskra barna með ADHD
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um fyrirbærið ADHD í sögulegu og fræðilegu samhengi. ADHD er alþjóðleg skammstöfun og stendur fyrir Attention Deficit Hyperactivity Disorder og hefur það verið þýtt sem athyglisbrestur með ofvirkni. ADHD er taugaþroskaröskun sem hefur mikil áhrif á lífsgæði þeirra sem eru með það og aðstandenda þeirra.
    Í fræðasamfélaginu eru aðallega tvö sjónarhorn ríkjandi gagnvart ADHD, hið læknisfræðilega og hið félagslega. Fjallað er um í hverju munur á þessum tveimur sjónarhornum liggur.
    ADHD er greint samkvæmt sjúkdómaflokkunarkerfi bandarískra geðlækna og er fjallað um greiningu og þau greiningarviðmið sem fylgja röskuninni. Einnig er fjallað um helstu meðferðarform sem sérfræðingar leggja til svo halda megi einkennum ADHD í skefjum. Rætt verður um tíðni ADHD og áhrif þess á sjálfsmynd einstaklingsins.
    Tekið er viðtal við þrjá sérkennara í grunnskóla á höfuðborgarvæðinu. Þeir eru spurðir út í kennslu barna með ADHD og hvaða úrræði séu árangursrík til að efla sjálfsmynd þeirra. Þeir voru líka spurðir út í hvort þekking kennara á ADHD breyti einhverju fyrir skólagöngu barnanna. Kennararnir hafa allir víðtæka þekkingu og reynslu af kennslu barna með ADHD og koma inn á hvað það er sem skiptir mestu máli og hvað skólinn ætti að leggja áherslu á varðandi kennslu þeirra.
    Að lokum er dregið saman hvaða gagn má hafa af þeirri þekkingu sem hér hefur safnast saman til hagsbóta fyrir þá sem glíma við ADHD.

Samþykkt: 
  • 25.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16680


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stefán E. Petersen.pdf952.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna