is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16689

Titill: 
  • Titill er á ensku A pedometer-based physical activity intervention may be effective in increasing daily step-count and improving subjective sleep quality among adolescents
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ónæg líkamleg hreyfing og slök huglæg svefngæði ungmenna eru áhyggjuefni þar sem þau tengjast ýmsum heilsuvandamálum. Notkun skrefmæla í íhlutunum virðist gefa góða raun meðal fullorðinna, en minna er vitað um áhrif þessarar íhlutunar á líkamlega hreyfingu ungmenna. Einnig er lítið vitað um áhrif skrefmælatengdrar íhlutunar á huglæg svefngæði ungmenna. Markmið: Skoða áhrif þriggja vikna íhlutunar með skrefmæla á aukinn daglegann skrefafjölda og huglæg svefngæði ungmenna. Aðferð: Fjórir íslenskir menntaskólar voru með slembivali valin í íhlutunarhóp með skrefmæla til að meta líkamlega hreyfingu eða viðmiðunarhóp án skrefmæla. Fimmtíu og þrír nemendur á aldrinum 15-16 ára skiluðu inn nothæfum gögnum en meðaltals skrefafjöldi og huglæg svefngæði voru metin yfir 3 daga við grunnlínu og eftirfylgni. Niðurstöður: Mælingar voru aðlagaðar að grunnlínu og sýndi ANCOVA greining marktækt hærri meðal skrefafjölda (p = .03) hjá þátttakendum í íhlutunarhópi miðað við viðmiðunarhóp. Endurteknar mælingar sýndu einnig að huglæg svefngæði jukust marktækt (p = .02) í íhlutunarhópi miðað við viðmiðunarhóp eftir því sem á leið. Niðurlag: Notkun skrefmælaíhlutunar á líkamlega hreyfingu getur aukið daglegann skrefafjölda ungmenna sem og bætt huglæg svefngæði þeirra.
    Lykilorð: skrefmælir, líkamleg hreyfing, huglæg svefngæði, ungmenni

Samþykkt: 
  • 26.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16689


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Richard_Tahtinen_BSc_thesis.pdf504.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna