is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16693

Titill: 
  • Æðasjúkdómar í langvinnri lungnateppu
  • Titill er á ensku Vascular diseases in chronic obstructive pulmonary disease
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Langvinn lungnateppa (LLT) er algengur sjúkdómur sem er orsakaður af reykingum og veldur mikilli sjúkdómsbyrði og dauðsföllum. Hjarta- og æðasjúkdómar valda gjarnan dauðsföllum í LLT og kerfisbólga finnst einnig í LLT sem bendir til þess að um kerfissjúkdóm sé að ræða. Takmörkuð vitneskja er um hjarta- og æðasjúkdóma í LLT. Rannsóknir benda til þess að þeir séu algengir og mögulegt er að meta þá með rannsóknum án inngripa.
    Markmið: Að mæla kerfisbólgu og meta teikn um hjarta- og æðasjúkdóma án inngripa í rannsóknarhópnum.
    Efniviður og aðferðir: Fundnir voru einstaklingar með LLT í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar (AGES). Rannsóknarhópnum var skipt í fernt; þá sem höfðu aldrei reykt og voru með eðlilegt blásturspróf (EB-AR), reykingafólk með eðlilegt blásturspróf (EB-R), einstaklinga sem höfðu aldrei reykt og voru með óeðlilegt blásturspróf (ÓB-AR) og reykingafólk með óeðlilegt blásturspróf (ÓB-R). Bólguboðefni (C-reactive protein (CRP), interleukin-6 (IL-6), hvít blóðkorn) voru mæld. Tilvist smá- og stóræðasjúkdóms var metin með tölvusneiðmyndum (TS) af kransæðum og ósæð, ómskoðun af hálsslagæðum og segulómskoðun (SÓ) af heila.
    Niðurstöður: Fjöldi einstaklinga í hópunum og meðalaldur var eftirfarandi: EB-AR 368 einstaklingar (76,0 ár), EB-R 441 einstaklingur (74,9 ár), ÓB-AR 128 einstaklingar (79,4 ár), ÓB-R 292 einstaklingar (76,7 ár). ÓB-R hópurinn var með hæstu gildin af CRP og hvítum blóðkornum. Niðurstaðan var marktæk þegar leiðrétt var fyrir aldri, kyni og líkamsþyngdarstuðli (LÞS). ÓB-R hópurinn var með mesta kalkið í kransæðum og ósæð. Þetta reyndist marktækt þegar leiðrétt var fyrir aldri, kyni og fyrri sögu um hjartatengdan atburð. Mælingar á þykkt og skellum (plaque) í hálsslagæð gaf svipaðar niðurstöður sem voru marktækar þegar leiðrétt var fyrir aldri, kyni og notkun blóðfitulækkandi lyfja. Niðurstöður fyrir kalk í kransæð og ósæð og breytingar í hálsslagæð breyttust ekki þegar einnig var leiðrétt fyrir kerfisbólgu. Mælingar á breytingum í heila (merki um smáblæðingar eða blóðþurrð) voru ekki marktækar.
    Ályktun: Reykingamenn með LLT voru með meiri kerfisbólgu. Æðabreytingar sáust í brjóstholi en ekki í heila sem bendir til þess að LLT hafi helst áhrif á æðakerfið í nágrenni lungnanna.
    Lykilorð: LLT, hjarta- og æðasjúkdómar, kerfisbólga

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Chronic obstructive pulmonary disease (COPD) is a common disease caused by tobacco smoking with significant morbidity and mortality. Cardiovascular diseases are a common cause of mortality in COPD. Systemic inflammation has been found in COPD and suggests a systemic disease. Limited information is available on vascular disease in COPD. Studies suggest it is common and can be found with non-invasive laboratory studies.
    Objective: To evaluate systemic inflammation and to measure signs of cardiovascular disease with non-invasive laboratory studies in the study population.
    Methods: Subjects with COPD were identified among subjects in the Age Gene/Environment Susceptibility (AGES) study. Study population was divided into four groups; non-smokers with normal spirometry (NS-NS, control group), smokers with normal spirometry (S-NS), non-smokers with abnormal spirometry (NS-AS) and smokers with abnormal spirometry (S-AS). Inflammatory markers (C-reactive protein (CRP), interleukin-6 (IL-6), white blood cells (WBC)) were measured. Arterial macrovascular and microvascular disease was evaluated with computerized tomography (CT) of coronary arteries and aorta, ultrasound of carotid arteries and magnetic resonance imaging (MRI) of brain.
    Results: Number of individuals and mean age in the groups was following: NS-NS 368 individuals (76.0 years), NS-S 441 individuals (74.9 years), NS-AS 128 individuals (79.4 years), S-AS 292 individuals (76.7 years). S-AS group had the highest values of CRP and WBC. This finding was significant after adjustment for age, gender and body mass index (BMI). S-AS group had the most calcium in the coronary arteries and aorta. This was significant after adjustment for age, gender and history of cardiac event. Measurements of carotid intima-media thickness (IMT) and plaque showed similar results that were significant after adjustment for age, gender and statin use. Results for coronary and aortic calcium and changes in carotid artery did not change when adjusted for systemic inflammation. Measurements of changes in the brain (signs of microbleeds and infarcts) were non-significant.
    Conclusion: Smokers with COPD had more inflammation. Vascular changes were seen in thorax but not in the brain, suggesting that COPD has the most effect on the vascular system in vicinity of the lungs.
    Keywords: COPD, cardiovascular disease, systemic inflammation

Samþykkt: 
  • 27.9.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16693


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Olof Birna MargretardottirMSritgerd.pdf656.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna