is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/166

Titill: 
  • Leikni í að nota hjólastól : könnun meðal mænuskaðaðra Íslendinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Leikni í að nota hjólastól felur í sér að einstaklingur geti sjálfur ekið hjólastól og komist
    yfir þær hindranir sem verða á vegi hanvið athafnir daglegs lífs og til þátttöku í
    samfélaginu.
    Heimildum ber saman um að hjólastóllinn sé eitt mikilvægasta hjálpartækið fyrir
    mænuskaðaða einstaklinga og skipti miklu máli fyrir færni við iðju. Hjólastóll við hæfi
    getur hjálpað þeim að ná sjálfstæði og verða virkir þátttakendur í samfélaginu og þar
    með bætt lífsgæði þeirra. Iðjuþjálfar vinna í samvinnu við mænuskaðaða einstaklinga
    við að efla færni þeirra við iðju þannig aþeir verði færir um að takast á við lífið á
    nýjan leik.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að öðlast meiri þekkingu á leikni mænuskaðaðra
    Íslendinga í notkun á hjólastól og fá fram viðhorf þeirra til kennslu og þjálfunar í
    hjólastólaleikni. Til að afla upplýsinga var send spurningakönnun til allra
    mænuskaðaðra einstaklinga á Íslandi. Af þeim 60 sem svöruðu spurningalistanum voru
    35 sem notuðu handknúinn hjólastól og miðast niðurstöðurnar við svör þeirra. Notuð
    var megindleg rannsóknaraðferð og var lýsandi tölfræði beitt við úrvinnslu gagna.
    Niðurstöður sýndu að flestir þátttakendur réðu við grunnatriði í hjólastólaleikni. Mun
    færri réðu við erfiðari atriði svo sem aaka stólnum á afturhjólunum. Rúmur helmingur
    þátttakenda hafði fengið kennslu í notkun á hjólastól en tæplega helmingur hafði fengið
    verklega æfingu í að nota stólinn. Margir þátttakendur töldu þörf á frekari kennslu og
    þjálfun í að nota hjólastól. Niðurstöðurnar má nota til að styrkja fræðigrunn íslenskra
    iðjuþjálfa og nota sem vegvísi í þróun á kennslu- og þjálfunaráætlun til frekari
    uppbyggingar á þjálfun í hjólastólaleikni.
    Lykilhugtök: Mænuskaði, hjólastóll, leikni, kennsla og þjálfun í notkun hjólastóls.

Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/166


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
leikni.pdf1.25 MBOpinnLeikni í að nota hjólastól - heildPDFSkoða/Opna