is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1671

Titill: 
  • Gaman saman : samstarf milli leik- og grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þær forsendur sem þurfa að vera til staðar svo börn njóti sín í leik- og grunnskóla eru samskipti og vinátta milli barna og fullorðinna. Allir sem starfa með börnum á þessum skólastigum þurfa að huga vel að félagslegum samskiptum og vináttu milli barna.
    Verkefnið Gaman saman fjallar um samstarf á milli leik- og grunnskóla og er lokaverkefni til B.Ed. – prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri á vormisseri 2008.
    Fyrri hluti verkefnisins er fræðileg umfjöllun um þá grunnþætti sem þurfa að vera til staðar í góðu skólastarfi hjá leik- og grunnskóla. Þar sem talið er að fyrstu æviár barna skipti miklu máli um skólagöngu síðar. Fjallað er um mótandi strauma í uppeldiskenningum og tengt við starfið í leik- og grunnskóla. Skoðaður er bakgrunnur leik- og grunnskóla á Íslandi. Menntun leik- og grunnskólakennara er skoðuð og þær breytingar sem átt hafa sér stað undanfarin ár. Fjallað er um námsleiðir beggja skólastiga og þær áherslur sem unnið er með í leik og starfi. Sá þáttur sem skiptir hvað mestu máli fyrir vellíðan barna í skólastarfi er traust og gott foreldrasamstarf. Komið er inn á nauðsyn þess og einnig hvaða breytinga er að vænta í nýju frumvarpi til laga um leik- og grunnskóla.
    Í seinni hluta verkefnisins fjöllum við um þróunarverkefni sem unnið er í samstarfi leikskólans Birkilundar og Varmahlíðarskóla í Varmahlíð og fór af stað haustið 2007.Við leituðum svara á hverju samstarfið byggðist og hvort hugmyndin hafi verið að nýta sér námsleiðir eða námsefni skólastiga við aukið samstarf. Verkefnið er byggt upp á eigindlegri rannsókn með viðtölum við tvo leikskólakennara og leikskólastjóra á Birkilundi og umsjónarkennara yngstu bekkja Varmahlíðarskóla.
    Í lokin ræðum við niðurstöður rannsóknar um þróunarverkefnið sem fjallar um félagslega samskipti og vináttu á milli barna í leik- og grunnskóla. Við endum svo verkefnið með umræðum og okkar áliti og vangaveltum almennt um nauðsyn þess að gott samstarf sé á milli skólastiga.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 15.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1671


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
gaman saman.pdf441.3 kBLokaðurGaman saman-heildPDF