is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16723

Titill: 
  • Ástand innviða á ferðamannastöðum á miðhálendi Íslands
  • Titill er á ensku Infrastructure condition in tourist destination in the Central Highlands
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fjöldi ferðamanna á miðhálendinu fer ört vaxandi og er óspillt náttúra og víðerni þar eitt helsta aðdráttaraflið. Á undanförnum árum hefur verið bent á þá staðreynd að umhverfi og innviðir fjölsóttra ferðamannastaða þoli ekki það álag sem hlýst af vaxandi fjölda ferðamanna. Fáar rannsóknir hafa hins vegar verið gerðar á ástandi innviða og umhverfi ferðamannastaða. Markmið þessa verkefnis er að meta ástand innviða fyrir ferðamennsku á miðhálendi Íslands. Notuð er ástandsflokkunaraðferð og hannaður sérstakur mats- og ástandskvarði fyrir þetta verkefni. Við hönnun kvarðans er megin áhersla lögð á að meta hvort ástand innviða sé ásættanlegt, hvort afkastageta innviða sé nægjanleg og hvort skortur á innviðum hafi áhrif á sjálfbærni svæðisins.
    Aðferðinni var beitt við að meta ástand í Landmannalaugum, Landmannahelli, Hrafntinnuskeri, Álftavatni og Eldgjá, sumarið 2012. Niðurstöður gefa m.a. til kynna að ástand margra innviða sé slæmt í Landmannalaugum. Ástand innviða á öðrum stöðum er betra, en þó anna einstakir innviðir staðanna illa því álagi sem á þeim er. Vegna álags hefur ásýnd sumra staðanna versnað, einkum vegna traðks á gróður sem myndast þegar gengið er utan við palla og göngustíga. Aðstaða tjald- og dagsgesta á stöðunum annar síður gestum en aðstaða skálagesta.
    Ástandsflokkunaraðferðin reyndist gagnleg við rannsóknina og með henni er hægt að leggja mat á ástand innviða á ólíkum ferðamannastöðum á sambærilegan og skjótan hátt og fá yfirlit yfir stærri svæði.
    Nauðsynlegt er að setja upp gagnagrunn með upplýsingum um innviði og ástand þeirra ásamt vitneskju um dreifingu ferðamanna. Út frá slíkum upplýsingum geta stjórnendur tekið upplýstar ákvarðanir um sjálfbæra stefnu í ferðamálum á miðhálendinu.

  • Útdráttur er á ensku

    The number of tourists in the Central Highlands multiplies rapidly where undisturbed nature and wilderness are one of the main attraction. In recent years it has been pointed out the fact that the environment and infrastructure in a popular tourist areas cannot stand the pressure brought by the increasing number of tourists. Few studies have been conducted on the condition of infrastructure and environment at tourist attraction locations in the Central Highlands.
    The aim of this project is to assess the state of infrastructure for tourism. For the project a special Condition Class method was made and the main focus was on assessing whether the state of infrastructure is acceptable, whether the infrastructure capacity is sufficient and whether a lack of infrastructure affects the sustainability of the area.
    A case study was conducted in Landmannalaugar, Landmannahellir, Hrafntinnusker, Álftavatn and Eldgjá in summer 2012. The results indicate that the infrastructure in Landmannalaugar does not accommodate the number of tourists who come there. Infrastructure of the other places were in better condition. Appearance of some of the places was in a poor state, mainly because of trampling on vegetation and while walking outside of platforms and walkways. In particular, facilities for tourist who are using the campsites and the tourist who are not coming for accommodation was lacking.
    The Condition class method was useful and is good to assess the state of infrastructure in different destinations in comparable and quick way to get an overview of the larger area.
    It is necessary to set up a database of information about infrastructure and state their destinations along with knowledge of the distribution of tourists. From such information, administrators can make informed decisions on sustainable tourism policy in the Central Highlands.

Styrktaraðili: 
  • Orkurannsóknarsjóður Landsvirkjunar
Samþykkt: 
  • 7.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16723


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ása Margrét_Adobe PDF.pdf3.71 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna