is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16724

Titill: 
  • Spilavíti og ferðamennska
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein á Íslandi. Mikilvægt er að vera vakandi fyrir nýjungum og tækifærum sem ferðaþjónustan skapar, sem og áhrifum hinna ýmsu afþreyinga sem ferðaþjónusta býður upp á. Meginmarkmið þessarar rannsóknar er annars vegar að fá innsýn inn í hverjir það eru sem sækja spilavíti með áherslu á að athuga þátt ferðamanna í þeirri starfsemi. Hins vegar að kanna áhrif spilavíta á nærumhverfið og íbúa þess. Einnig eru íslenskar aðstæður metnar með hliðsjón af erlendum ferðamannastöðum og dregin upp mynd af spilahegðun Íslendinga. Spilavíti geta haft mikil áhrif á ferðamennsku og ferðamannastaði og því er áhugavert að kanna kosti og galla slíkrar starfsemi hér á landi. Notast er við heimildarvinnu til að ná fram markmiðum þessarar rannsóknar. Niðurstöðurnar sýna að ferðamenn sækja mikið í spilavíti sem skilar efnahagslegum hagnaði. Spilavíti hafa hins vegar bæði jákvæð og neikvæð áhrif á nærumhverfi og íbúa þess. Viðhorf heimamanna til spilavíta er mismunandi og fer það mikið eftir því hvort þeir hafi beinan hagnað af spilavítunum eða ekki. Íslensk lög banna starfsemi spilavíta en þó eru ýmis fjárhættuspil leyfð hér svo sem bingó, lottó, happdrætti o.fl. sem geta mögulega rutt veginn fyrir stærri fjárhættuspil eins og spilavíti. Helstu kostir þess að opna spilavíti hér á landi með tilliti til ferðamennsku eru að starfsemi spilavíta er líkleg til að laða að fjölbreyttari ferðamannahóp, auka afþreyingu og með því lengja ferðamannatímabilið. Meginókostir við opnun spilavíta hérlendis eru hins vegar efnahagslegur- og samfélagslegur kostnaður eins og aukin útgjöld, glæpir og ónæði.

Samþykkt: 
  • 7.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16724


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSNannaFanneyLoka.pdf408 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna