is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16728

Titill: 
  • Sjálfsþroski fyrstu æviárin: Tvær kenningar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Sjálfið og geðshræringar er efni þessarar ritgerðar. Fjallað verður um sjálfið frá heimspekilegum og sálfræðilegum grunni. Greint verður frá tveimur kenningum um sjálfið, annars vegar kenningu Kristjáns Kristjánssonar sem fylgir hluthyggju (e. realism) um sjálfið og hins vegar kenningu Susan Harters um sjálfið sem fylgir hugsmíðarhyggju (e. constructivism). Kenningu Aristótelesar um farsældina notar Kristján sem grunn í kenningu sinni. Harter fylgir hefðbundnu rannsóknarviðmiði í sálfræði með hugsmíðarhyggjunni. Í tengslum við kenningar Kristjáns og Harters verður farið yfir hvenær og hvernig sjálfið byrjar að taka á sig mynd. Vegna þessa verður farið yfir þroskasálfræði barna og athugað sérstaklega hvaða hlutverki þroski gegnir við tilkomu og mótun sjálfsins. Geðshræringar og sjálf eru nátengd fyrirbæri. Geðshræringar eru sjálfinu nauðsynlegar og þær gera okkur mannleg. Einnig er tilkoma geðshræringa vísbending um mótun og tilkomu sjálfsins. Í sálfræði er geðshræringum skipt upp í grunntilfinningar og annarsstigs geðshræringar, þá er gleði grunntilfinning og stolt annarsstigs geðshræring. Heimspekilega séð eru allar tilfinningar og geðshræringar séðar sem sama eðlis. Sjálfmiðaðar geðshræringar tengjast hvað mest sjálfinu og er stolt sjálfmiðuð geðshræring. Fjallað verður sérstaklega um sjálfmiðaðar geðshræringar í ritgerðinni.

Samþykkt: 
  • 8.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16728


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AOPBS.pdf223.36 kBLokaður til...07.10.2025HeildartextiPDF