is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16733

Titill: 
  • Svo morguninn eftir hefur bæst við krafsið á hurðinni. Rannsókn á draugasögum skáta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um draugasögur sem ganga meðal skáta á Íslandi. Flestar sögurnar eru sagðar í útilegum eða skálaferðum. Farið verður í gegnum þróun rannsókna um sagnir og draugasögur sem og um hópamyndanir til að varpa skýrara ljósi á sagnaskemmtun skáta.
    Saga skátahreyfingarinnar verður reifuð í stuttu máli bæði hérlendis og erlendis, til þess að gefa góð mynd af því hvernig stemning myndast á kvöldvökum skáta. Kvöldvökurnar eru þó ekki eini vettvangur sagnaskemmtunar, og margar sögur eru einnig sagðar þegar allir eru lagstir ofan í svefnpokana og foringjarnir segja þá sögurnar til að svæfa krakkana. Sögurnar hafa misjafnan tilgang. Sumar eru til að svæfa á meðan aðrar tilheyra ákveðnum leikjum. Flestar sögurnar eiga þó það sameiginlegt að vera sagðar á kvöldin. Þá spilar myrkrið hlutverk, rétt eins og á kvöldvökum Íslendinga hér fyrr á öldum. Kvöldvökur skáta eru því eins konar framhald af menningararfi sem sumir halda á lofti en margir hafa misst niður. Þess vegna fer heill kafli í umfjöllun um kvöldvökur nú til dags sem á fyrri tíð.
    Loks verða dregnar fram helstu sögurnar og sagt frá útkomu könnunar sem var send út til skáta í leit að efni og gögnum.

Samþykkt: 
  • 11.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16733


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Johnson.pdf624.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna