is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16739

Titill: 
  • Alvarleg munnslímhúðarbólga hjá börnum sem greindust með krabbamein á Íslandi frá 2002-2011: Algengi, afleiðingar, úrræði og mat. Afturskyggn rannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Alvarleg munnslímhúðarbólga (AM) er algengur og hvimleiður fylgikvilli barna í krabbameinslyfjameðferð. Upplýsingar skortir þó um algengi og hvernig skuli meta umfang AM. Megintilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi AM hjá börnum í krabbameinslyfjameðferð á Íslandi. Einnig voru skoðaðir áhrifaþættir AM, afleiðingar AM og loks aðferðir heilbrigðisstarfsfólks til að meta og meðhöndla AM.
    Rannsóknin var lýðgrunduð og lýsandi afturskyggnt rannsóknarsnið notað. Helstu upplýsingar um afleiðingar, áhrifaþætti, mat og meðhöndlun AM voru skráðar úr sjúkraskrám á sérstaklega útbúið gagnaskráningarblað. Úrtakið voru börn (1-18 ára) sem gengust undir krabbameinslyfjameðferð á Íslandi á árunum 2002-2011. Samkvæmt Krabbameinsskrá Íslands, greindust alls 120 börn með krabbamein á tímabilinu og voru 64 þeirra tekin með í núverandi rannsókn.
    AM fengu 25 (39%) börn 1-6 sinnum (60 tilvik). Níu börn (36%) fengu AM einu sinni, en eitt sex sinnum. Börn með AM voru marktækt eldri (p=0,008) en þau sem fengu væga eða enga munnslímhúðarbólgu. Hæsta tíðni AM var meðal þeirra sem fengu bráðahvítblæði, illkynja beinæxli og eitilfrumukrabbamein. Í öllum tilvikum (samtals 60) voru börnin með verki í munni og í 60% tilvika í hálsi. Í 95% tilvika gátu börnin ekki borðað fasta fæðu. Meðaltal fjölda einkenna var 3,5. Flest börn (76%) fengu næringu í æð eða gegnum magasondu vegna verkja í munni eða hálsi. Blóðræktun var gerð í 80% tilvika og sýklalyf gefin í æð í 77% . Blóðræktun var jákvæð í 21% tilvika, þar af talið mengun í 50% þeirra . Verkjamatskvarða var beitt oftar en einu sinni í 35% innlagna en önnur einkenni voru ekki metin með stöðluðu matstæki. Helstu úrræði við AM voru verkjalyfjagjafir; perfalgan/paracetamolum (92%), morfín í æð (53%) og morfínplástur (47%).
    Stór hluti barna í krabbameinslyfjameðferð á Íslandi fá AM. Þetta samræmist erlendum niðurstöðum, sem þó eru misvísandi vegna mismunandi mæliaðferða. Mikil einkennabyrði hvílir á þessum börnum og meirihluti þeirra þarfnast mikillar viðbótarmeðferðar, s.s. næringar í æð eða með sondu, sterkra verkjalyfja og sýklalyfja vegna afleiðinga AM. Bæta þarf einkennameðferð með áreiðanlegu og skipulögðu einkennamati.
    Lykilorð: Alvarleg munnslímhúðarbólga, krabbameinslyfjameðferð, einkenni, mat, börn.

  • Útdráttur er á ensku

    Severe oral mucositis (SOM) is a frequent and severe complication of chemotherapy in children undergoing chemotherapy. Limited data is available on the prevalence and how to assess the extent of SOM. The purpose of this study was to estimate the prevalence of SOM in children treated with chemotherapy in Iceland, to examine risk factors and complications of SOM, and finally to view the assessment and interventions used by health care professionals.
    The study is a retrospective population-based study. A data recording form was designed to gather information from patients´ medical records on complications, risk factors, assessment and interventions of SOM. The study sample was children from 1 to 18 years of age who received chemotherapy in Iceland from 2002 to 2011.According to the Icelandic Cancer Registry 120 children were diagnosed with cancer during this period, of which 64 were included in the current study.
    Twenty five (39%) children developed SOM, each up to 6 times (a total of 60 episodes). Nine children (36%) had SOM once, but one six times. Children with SOM were significantly older (p = 0.008) than those with mild or no oral mucositis. The highest frequency of SOM was among patients with acute leukemia, malignant bone tumors and lymphoma. In all episodes (total 60) the children had pain in the mouth and in 60% of the episodes in the throat. In 95% of the episodes the children could not eat solid food. The mean number of symptoms was 3.5. Most children (76%) received parenteral nutrition or enteral (NG-tube) nutrition because of pain in the mouth or throat. Blood cultures were drawn in 80% of the episodes and antibiotics administered intravenously in 77%. Bacteria were cultured in 21% , and of those 50% were considered contamination. Pain assessment scale was used more than once in 35% of hospital admissions but other symptoms were not assessed with standardized assessments tools. The most common intervention for SOM was analgesics; perfalgan/paracetamolum (92%), morphine intravenously (53%) and morphine/fentanyl patch (47%).
    A large proportion of children who are treated with chemotherapy in Iceland develop SOM. This is in agreement with studies from other countries. Incidence figures are inconsistent, most likely due to different measuring methods. Children with SOM are severely affected and most of them require intensive treatment, including intravenous nutrition, strong analgesics and i.v. antibiotics as a consequence of SOM. Better symptom management, based on reliable assessment tools and systematic symptom assessment, is needed.
    Keyword: Severe oral mucositis, chemotherapy, symptoms, assessment, children.

Styrktaraðili: 
  • B-hluti vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Athugasemdir: 
  • Meistaranámsnefnd:
    Dr. Guðrún Kristjánsdóttir, prófessor
    Ólafur Gísli Jónsson, læknir
Samþykkt: 
  • 11.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16739


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alvarleg_munnslimhudarbolga_rannsokn.pdf9.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna