ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1674

Titill

Umhverfi leikskólans Brúsabæjar

Útdráttur

Í gegnum tíðina hafa allmargir fræðimenn lagt áherslu á mikilvægi þess að nýta umhverfi og náttúru við uppeldi og fræðslu barna. Í leikskólum eru þessir þættir gjarnan notaðir í daglegu starfi. Almennt er talið mikilvægt að byrja snemma að fræða börn um samfélag og náttúru og þar með að auka líkur þess að þau beri virðingu fyrir náttúrunni og nærsamfélagi sínu í lífi og starfi.
Í þessari ritgerð er unnið með leikskólann Brúsabæ í Skagafirði út frá hugmyndum um mikilvægi umhverfismenntar. Umhverfi Brúsabæjar býður upp á fjölmarga möguleika til vettvangsferða sem veita börnunum möguleika til að kynnast náttúru, umhverfi og samfélagi af eigin upplifun í bland við fræðslu frá sínum kennurum. Það að leikskólinn Brúsabær er staðsettur á sögu- og helgistaðnum Hólum í Hjaltadal veitir fjölbreytta möguleika til að tengja vettvangsferðir við sögu og menningu. Skólinn stendur einnig í jaðri Hólaskógar sem býður upp á fjölbreytta möguleika til útikennslu. Víðar í nánasta umhverfi skólans er að finna staði sem eru merkilegir með tilliti til náttúru og sögu.
Í þessari ritgerð er unnið með nokkra af þeim fjölmörgu möguleikum sem umhverfi Brúsabæjar býður upp á varðandi vettvangsferðir. Settar eru fram tillögur að sjö mismunandi vettvangsferðum fyrir börn á leikskólanum Brúsabæ. Lagðar eru fram tillögur að skipulagningu ferðanna sem og úrvinnslu þeirra eftir að komið er heim í leikskólann á nýjan leik. Ýmsir möguleikar eru á að tengja ferðirnar saman þannig að þær stuðli að auknum skilningi barnanna á eigin umhverfi.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
15.7.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
355a.pdf5,09MBLokaður Umhverfi leikskólans Brúsabæjar-heild PDF