is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16745

Titill: 
  • Heilsuferðaþjónusta á Suðurlandi: Heilsuhringur : Ölfus og Uppsveitir Árnessýsla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Erfitt hefur reynst að skilgreina hugtök innan heilsuferðaþjónustunnar með þeim hætti að samræmi sé milli mismunandi tungumála. Heilsuferðaþjónusta er nokkurs konar regnhlífarhugtak fyrir mismunandi flokka hennar. Hér er að mestu fjallað um vellíðunarferðaþjónustu og jafnt hugtök sem og skilgreiningar er falla undir þann flokk heilsuferðaþjónustu. Skoðuð er staða heilsuferðaþjónustu á Suðurlandi og möguleikar til frekari þróunar greint út frá aðstæðum á svæðinu. Lögð verður til nýjung í framboði á heilsuafþreyingu fyrir heilsuferðamenn sem hafa áhuga á að upplifa hana á Suðurlandi, þ.e. á Laugarvatni, Flúðum, Hveragerði og nærliggjandi dreifbýli. Um er að ræða Heilsuhring sem tekur mið af margbreytilegri þjónustu fyrir heilsuferðamenn. Hugmyndin byggir á því að hægt sé að keyra hring frá höfuðborgarsvæðinu, um Þingvelli til Laugarvatns, áfram til Flúða, þaðan til Hveragerðis og svo aftur til höfuðborgarsvæðisins. Með Heilsuhringnum sköpum við samstarf á milli þéttbýlanna m.a. með því að nýta þá þjónustu sem nú þegar er til staðar.

  • Útdráttur er á ensku

    It has proved difficult to define concept within health and wellness tourism while seeking consistancy between different languages and cultures. Health tourism is an concept of some sort for it‘s various categories. In this thesis the author will mostly look into wellness tourism and both concepts and definitions in that category of health tourism. The author will propose a new product in wellness activity for wellness tourists who want to experience wellness tourism in the South of Iceland, i.e. Laugarvatn, Flúðir, Hveragerði and their neighbouring communities. The product is Heilsuhringur orWellness trail. The Wellness trail concentrates on diverse service for wellness tourists. The concept is a circle from the greater Reykjavik area through Þingvellir National Park to Laugarvatn and from there to Flúðir and Hveragerði and then back to the capital area. With the Wellness trail we create cooperation between the neighbouring communities e.g. by utilyzing the service that is in hand there today.

Samþykkt: 
  • 14.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16745


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bryndís Jóna Sveinbjarnardóttir.pdf988.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna