is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16746

Titill: 
  • Náttúrutengd ævintýraferðamennska : val kynja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Náttúrutengd ævintýraferðamennska er ört vaxandi grein innan ferðamannaiðnaðarins og skilningur manna á greininni hefur aukist jafnt og þétt undanfarin misseri. Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hvort einhver greinanlegur munur sé á vali kynja á afþreyingu þegar kemur að náttúrutengdri ævintýraferðamennsku.
    Hugtakið náttúrutengd ævintýraferðamennska er fyrir marga eflaust nokkuð skondið og óþjált hugtak. Hugtakið fellur undir náttúrutengda ferðaþjónustu, sem felur í sér ferðalög í náttúrulegu umhverfi sem ætlað er að auka skilning ferðamannsins á tilteknu umhverfi.
    Hugtakið ævintýraferðamennska felur hins vegar í sér spennuhlaðnar athafnir sem krefjast jafnan notkunar sérstaks útbúnaðar og veita ferðamanninum vissa reynslu sem oft getur falið í sér ákveðnar hættur. Því má segja að áhættusækni spili þar stóra rullu þó að sjálfsögðu eigi slíkt alls ekki við um allar tegundir náttúrutengdrar ævintýraferðamennsku.
    Þó margþættar rannsóknir hafi verið gerðar á viðfangsefninu, þá eru rannsóknir á þessu tiltekna sviði. þ.e. hvað varðar val útfrá kynferði, afar takmarkaðar og litaði sú staðreynd að nokkru leyti vinnslu þessarar ritgerðar. Því var að mestu leyti stuðst við greiningu fyrirliggjandi gagna en auk þess voru tekin viðtöl við tvo íslenska sérfræðinga.Ljóst er af greiningu fyrirliggjandi gagna og viðtölunum að tilefni er til töluvert ítarlegri og rannsóknar en hér verður við komið.
    Jafnvel þó að í niðurstöðum sé ekki dregið fram eiginlegt svar við þeirri efnisyrðingu sem lagt var af stað með í upphafi, koma þar fram nokkrir áhugaverðir vinklar á rannsóknarefnið.

Samþykkt: 
  • 14.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16746


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðjörg Ágústsdóttir.pdf798.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna