is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Doktorsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16755

Titill: 
  • Titill er á ensku Relevance and the L2 Self in the Context of Icelandic Secondary School Learners: Learner Views
  • Gildi og tungumálasjálf íslenskra framhaldsskólanemenda: Viðhorf nemenda
Námsstig: 
  • Doktors
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    The linguistic environment in Iceland has changed in recent years due to extensive exposure to English. Many Icelanders use English almost daily in a wide variety of situations in Iceland, although Icelandic remains their first language. English is a necessary feature in a broad spectrum of employment contexts, in tertiary study and for entertainment, sports and hobbies. As well as using English frequently, young Icelanders also spend years studying English at school both at compulsory and post-compulsory level. Anecdotal evidence suggests that young Icelanders may have limited understanding of the proficiency level and register differences that they will need after school and lack motivation to put effort into studying English. Exploring learner perceptions about classroom learning and English needs after school and taking student views into account offers the possibility of isolating undeveloped areas of language learning and thus of preparing young Icelanders better for using English successfully in the future.
    The thesis addresses how students’ perceptions of learning English at school affect their study motivation, and what relevance formal study has for them in a context of extensive exposure to the language outside the classroom. The traditional view of motivation in second-language learning allows for a division between using the language for practical purposes and becoming part of the native speaker community. More recently motivation has been seen as envisaging one’s future ‘possible self’ as a competent language user. Although many studies of second-language learning motivation use quantitative methods, recent qualitative research has stressed the importance of participants’ individual contexts. Little research has been done into compulsory language learning at school in a context of extensive exposure outside the classroom. Similarly, the concept of relevance has not been studied as an aspect of second-language learning motivation.
    The theoretical perspective of this qualitative study is that of interpretative hermeneutic phenomenology, within an epistemological framework of constructivism. The use of semi-structured interviews allowed for open and exploratory discussion of the areas concerned. Data were obtained until saturation was achieved and analysed through thematic coding. Interviews were carried out with two different age groups of participants in various regions of Iceland. Sixteen participants at secondary school were interviewed to gain their views on studying English in the present time frame. A further twenty-two interviews were taken with young Icelanders at university or in employment, who provided retrospective observations on secondary school English and its relevance to their needs after school. The interviews were conducted in Icelandic and transcribed verbatim.
    The results of the study show the importance of Iceland as a new research context. Daily use of English is common but high levels of proficiency are needed for tertiary study and employment. The high level of exposure to English in Iceland, however, means that studying it at school over a period of several years is seen as an anomaly by some school learners who may overestimate their productive skills. The relevance of English is presented as a deeply individual and dynamic relationship between the present, past and future. Many participants at university and in employment have a clear view of their current needs in English and of the increased proficiency gained at secondary school, which could not have been gained from general exposure to English outside school. Relevance also applies to world knowledge and other skills gained through English studies at school. Finally, the rich qualitative data obtained show that Iceland stands outside present paradigms of motivation in second-language learning. A new extended framework attempts to encompass Iceland (and possibly other countries in Northern Europe where there is similar exposure to English).
    The study suggests that secondary school learners of English expect classes to be undemanding and entertaining. They anticipate attaining good grades with a minimum of effort and show little evidence of autonomous learning or of foreseeing accurately the level of English proficiency they are likely to need in the future. Suggestions are made for areas of focus for teachers and learners of English in Iceland, including allowing learners more choice of material and tasks in the classroom.

  • Undanfarin ár hafa orðið miklar breytingar á íslensku málaumhverfi vegna mikillar nálægðar við enska tungu. Margir Íslendingar þurfa að nota ensku næstum daglega á ýmsum sviðum, þó að íslenska sé auðvitað þeirra móðurmál. Færni í ensku er mörgum nauðsynleg í starfi og í háskólanámi. Þá er flest afþreyingarefni sem ungt fólk notar á ensku og oft tengist enskan ástundun íþrótta, eða öðrum áhugamálum. Auk þess að notast mikið við ensku í daglegu lífi stunda ungir Íslendingar enskunám, bæði í grunnskóla og framhaldsskóla. Færni í að skilja ensku í bíómyndum og tölvuleikjum getur orðið til þess að sumir Íslendingar telji sig færari í notkun málsins en efni standa til. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ungir Íslendingar hafi lítinn skilning á því að þeir þurfi á góðri færni að halda í málinu, bæði í formlegri og óformlegri ensku, að skólagöngu lokinni. Þá virðist einnig að þá skorti hvata til að leggja sig fram í enskunámi í skóla. Með því að rannsaka og vinna úr viðhorfum nemenda til enskunáms og því hverjar þarfir þeirra á því sviði séu að skólagöngu lokinni er mögulega hægt að leiða að því líkum hvað vantar upp á í námi í ensku. Á þann hátt verður mögulegt að búa unga Íslendinga undir að nota málið nokkurn veginn vandræðalaust í framtíðinni.
    Ritgerðin fjallar um það hvernig viðhorf nemenda til enskunáms í skóla hafa áhrif á námshvata og um það hvert gildi formlegs náms er í málaumhverfi þar sem enskan er víða notuð fyrir utan skólastofuna. Samkvæmt eldri kenningum er hvatinn til þess að læra annað tungumál tengdur annaðhvort því að nemandinn þurfi að nota það af praktískum ástæðum eða þá að hann stefni að því að verða hluti af viðkomandi málsamfélags. Nýlegar kenningar ganga út frá því að tungumálanemandi sjái „sitt mögulega sjálf“ sem hæfan málnotanda. Margar rannsóknir á hvata í tungumálanámi nota megindlegar aðferðir en á síðustu árum hefur meiri áhersla verið lögð á mikilvægi einstaklingsins í eigindlegum rannsóknum. Fáar rannsóknir hafa fjallað um tungumálanám í skyldunámi í landi þar sem notkun hins erlenda tungumáls er mikil utan skóla. Einnig hefur gildi verið lítið rannsakað í sambandi við hvata í tungumálanámi.
    Rannsóknin byggist á hugsmíðahyggju og túlkunarfyrirbærafræði. Viðtöl voru notuð til þess að opna og kanna til fulls umfjöllunarefni ritgerðarinnar. Gagnasöfnun stóð yfir þangað til mettun var náð og gögnin voru greind með þematengdri kóðun. Viðmælendur voru í tveimur aldurshópum og víða af landinu. Rætt var við sextán framhalds-skólanemendur í því skyni að fá skoðanir þeirra á yfirstandandi enskunámi. Úr tuttugu og tveimur viðtölum við unga Íslendinga í háskólanámi eða vinnu fengust gögn um viðhorf þeirra til ensku í framhaldsskóla og hvert þeir töldu gildi þess eftir framhaldsskólanám. Viðtölin fóru fram á íslensku og voru afrituð orðrétt.
    Niðurstöðurnar sýna mikilvægi Íslands sem rannsóknarefni þar semenska er notuð daglega en Íslendingar þurfa mjög góða málfærni bæði í háskólanámi og við vinnu. Aftur á móti er það svo að vegna þess hvað enskan er áberandi í umhverfinu og mikið notuð álíta sumir skólanemendur margra ára enskunám óþarft. Sumir virðast hafa einnig óraunhæft mat á eigin færni til þess að nota málið. Sýnt er fram á að gildi enskunnar birtist sem mjög einstaklingsbundið og breytilegt eftir hugmyndum um notkun hennar í dag, sem var og sem verður. Margir þátttakendanna höfðu skýra sýn á hvernig enskan gagnaðist þeim bæði í háskólanámi og vinnu og hvernig framhaldsskólanámið nýttist þeim í því sambandi. Þeir gerðu sér grein fyrir því að aukin færni kemur ekki úr umhverfinu utan skóla. Gildi tekur einnig til almennrar þekkingar og annarrar færni sem fengist hefur úr enskunámi í skóla. Að lokum sýna eigindleg gögn að Ísland stendur fyrir utan viðurkennd líkön um hvata í annarsmálsnámi. Nýtt uppfært líkan er sett fram sem nær til Íslands (og ef til vill einnig til annara landa þar sem enskan er áberandi í umhverfinu).
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að framhaldsskólanemendur telji enskutíma skemmtilega og að námskröfur verði litlar. Þeir búast við að fá góðar einkunnir með lítilli fyrirhöfn og sýna lítið sjálfræði í námi. Þeir eiga erfitt með að greina hvaða færni þeir þurfa að búa yfir í framtíðinni. Tillögur eru settar fram um nýjar áherslur fyrir enskukennara og enskunemendur á Íslandi, sem felast meðal annars í því að gefa nemendum aukið val á námsefni og verkefnum.

Samþykkt: 
  • 22.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16755


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Jeeves_PhD-final.pdf2.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna